Við viljum veita öllum farþegum þá aðstoð sem þeir þurfa til að gera ferðalagið öruggt og þægilegt bæði í millilanda- og innanlandsflugi.
Ef þú þarft á séraðstoð að halda vegna hreyfihömlunar, veitum við þá þjónustu með ánægju. Þjónustan er veitt í samræmi við flokkunarkerfi IATA:
Vegna öryggisreglna, geta þeir farþegar sem þurfa aðstoð vegna hreyfihömlunar ekki fengið sæti við neyðarútgang og fá yfirleitt sæti við glugga. Farþegar sem þurfa á WCHC-aðstoð að halda fá sæti með færanlegum armi, endurgjaldslaust. Allir farþegar þurfa að geta setið í venjulegu flugvélarsæti.
Ef þú vilt bóka aðstoð vegna hreyfihömlunar, fylltu vinsamlegast út eyðublað um leið og lokið hefur verið við flugbókun eða hringdu í okkur að minnsta kosti 48 klukkustundum fyrir brottför. Einnig er hægt að óska eftir þessari aðstoð gegnum Ferðin mín.
Vinsamlegast mættu á flugvöllinn í það minnsta tveimur klukkustundum fyrir áætlaða brottför í millilandaflugi og 45 mínútum í innanlandsflugi, til þess að tryggja að þú fáir bestu þjónustu sem völ er á.
Innritun
Vinsamlegast gættu þess að vera komin/n að brottfararhliðinu í minnsta lagi 45 mínútum fyrir flugtak, til þess að fá forgang um borð í vélina. Þegar í vélina er komið, mun meðlimur áhafnar gera grein fyrir fyrirkomulaginu á fluginu.
Stundum er vélinni lagt í verulegri fjarlægð frá flugstöðinni. Í þessum tilfellu munum við, í samvinnu með umsjónaraðila flugvallar, sjá fyrir þrepalausum inngangi í vélina fyrir þá sem ekki geta gengið upp tröppur.
Innan Evrópusambandsins er það á ábyrgð flugvallarins að veita nauðsynlega aðstoð á flugvallarsvæðinu. Ef þú þarft á frekari aðstoð að halda, vinsamlegast ráðfærðu þig við heimasíðu þess flugvallar sem við á til að athuga með sérþjónustu (t.d. Keflavíkurflugvöllur).
Allar vélarnar okkar í flugi til Evrópu eða Norður-Ameríku eru búnar hjólastólum sem hægt er að leggja saman, fyrir ferðir til og frá salerni. Meðlimir áhafnarinnar gera stólinn tilbúinn og færa hann um farþegarýmið, en þeir hjálpa farþegum ekki í eða úr stólnum. Farþegar þurfa annaðhvort sjálfir að setjast í og standa upp úr stólnum, eða fá aðstoð frá sérstökum aðstoðarmanni.
Vegna stærðar flugvélanna í flugi innanlands og til/frá Grænlandi, standa hjólastólar því miður ekki til boða um borð.
Við munum veita þér eins góða þjónustu og okkur er unnt, en áhöfnin getur ekki aðstoðað við eftirfarandi:
Ef þú þarft aðstoð við eitthvað af því sem er talið upp hér að ofan, þarftu að hafa sérstakan aðstoðarmann með þér í för.
Ef þú þarft aðstoð við að komast úr vélinni, verður sú aðstoð veitt eftir að aðrir farþegar eru farnir úr farþegarýminu, til að betra pláss og meiri tími gefist til að aðstoða þig. Þegar búið er að leggja vélinni, líða að öllu jöfnu 15 mínútur þar til aðrir farþegar eru farnir úr henni. Þér verður veitt öll sú þjónusta sem þú hefur óskað eftir á næstu stigum ferðalagsins, þegar þú ert komin/n á áfangastað.