Sérþjónusta | Icelandair
Pingdom Check

Sérþjónusta

Ef þú þarft á frekari þjónustu að halda, verðum við glöð við því.

Séraðstoð

Það er okkur sönn ánægja að þjónusta farþega sem best. Ef þú þarft séraðstoð á þínu flugi sendu okkur línu eða hafðu samband við þjónustuverið.

Dæmi um séraðstoð eru hjólastólaþjónusta og fylgdarþjónusta við sjónskerta.

Hjólastólaþjónusta

Icelandair þjónustar farþega með hreyfihömlun í samræmi við flokkunarkerfi IATA. Flokkarnir sem í boði eru hjá Icelandair eru:

WCHR (hjólastóll að landgangi) Farþegi þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél, en getur farið upp og niður tröppur og komið sjálfum sér um farþegarými og í sæti.
WCHS (hjólastóll að landgangi og aðstoð við þrep) Farþegi þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél, en getur ekki klifið upp eða niður tröppur og þarfnast aðstoðar við. Hinsvegar getur farþegi komið sjálfum sér um farþegarými og í sæti.
WCHC
(hjólastóll að sæti)
Farþegi er ófær um að ganga og þarf hjólastól til að komast um á flugstöðvarsvæði og að flugvél, hann getur ekki klifið upp eða niður tröppur. Farþegi getur ekki komið sjálfum sér um farþegarými né í sæti og þarfnast aðstoðar við.

Ef þú ferðast með rafknúnum hjólastól hafðu vinsamlegast samband við þjónustuverið okkar að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir brottfarir til að veita upplýsingar um þyngd og rafhlöðu hjólastólsins. Rafknúinn hjólastóll má ekki vera stærri en 889 mm að hæð og 1219 mm að lengd.

Vinsamlegast hafa í huga að litíum-rafhlöður rafknúinna hjólastóla mega ekki nota meira en 300 vattstundir (Wh). Ef raftæki er með tvær rafhlöður má hver rafhlaða nota ekki meira en 160 vattstundir (Wh).

Í handfarangrinum má hafa eina vara litíum-rafhlöðu sem notar ekki meira en 300 vattstundir (Wh) eða tvær vara litíum-rafhlöður sem nota ekki meira en 160 vattstundir (Wh) hver.

Þarfnist farþegi frekari hjólastólaaðstoðar, hafið samband við Þjónustuver Icelandair, eða aðrar ferðaskrifstofur, og tiltakið nánar hve mikillar aðstoðar er þörf á, hvort farþegi ferðist með eigin hjólastól og hvort sá hjólastóll sé rafknúinn.

Barnshafandi konur sem komnar eru á síðasta mánuð meðgöngu verða að framvísa læknisvottorði sem gefið er út að hámarki 72 tímum áður en ferðin hefst.

Blindir farþegar með leiðsöguhunda

Blindir farþegar mega hafa leiðsöguhund hjá sér í farþegarými ef hundurinn er tryggilega festur og með múl. Hundinum er ekki heimilt að vera í sæti og hann má ekki vera fyrir á ganginum. 

Leyfi fyrir hundinum verður að vera til staðar í því landi sem ferðast er til eða farið er um. 

Icelandair leyfir ekki fleiri en einn leiðsöguhund í farþegarými í hverju flugi. Vinsamlegast hafið samband við Icelandair að minnsta kosti tveimur virkum dögum fyrir brottför til þess að taka frá rými fyrir leiðsöguhundinn.

Icelandair tekur ekki ábyrgð á því ef leiðsöguhundi er meinað að koma inn í land sem ferðast er til eða farið er um.