Pingdom Check

Skilmálar um ferðainneignarnótur

Farþegar eiga rétt á endurgreiðslu eða gjafabréfi, standi það til boða og veiti þeir til þess samþykki sitt, ef:

  • Flugi á vegum Icelandair er aflýst.
  • Breyting er gerð á flugáætlun Icelandair.
  • Tímasetningu flugs er breytt.
    • Millilandaflug: Nýr brottfarartími er 5 klst. eða meira frá upphaflegum brottfarartíma
    • Innanlandsflug: Nýr brottfarartími er 2 klst. eða meira frá upphaflegum brottfarartíma
  • Seinkun verður á flugi á degi brottfarar sem veldur því að
    • (millilandaflug) brottför á sér stað a.m.k. 5 klst. síðar
    • (innanlandsflug) brottför á sér stað a.m.k. 2 klst. síðar
    • farþegi missir af næsta flugi á sama miða.
  • Flugi á vegum annars flugfélags, á flugmiða sem einnig inniheldur flug á vegum Icelandair, er aflýst.

Vinsamlegast athugið að ferðainneignarnóta gildir fyrir öll óflogin flug fyrir alla farþega í sömu bókun. Miðar verða ógildir eftir ferðainneignarnóta er gefin út sem þýðir að þá átt þú ekki lengur miða fyrir þann hluta ferðarinnar sem eftir er. Ferðainneignarnóta Icelandair er ákveðin tegund endurgreiðslu fyrir þjónustu sem ekki var veitt. Þegar þú samþykkir að taka við endurgreiðslu í formi ferðainneignarnótu, samþykkir þú jafnframt að ferðainneignarnótan sé gild tegund endurgreiðslu og að ekki sé heimilt að bakfæra upprunalegu kortafærsluna.

Sumir farþegar kunna að hafa undir höndum ferðainneignarnótu sem gefin var út vegna afbókana viðskiptavinarins. Þessar inneignarnótur voru gefnar út vegna afleiðinga COVID-19 faraldursins, fram til 1. ágúst 2022.

Farþegar geta líka fengið ferðainneignarnótu í sama mund og þeir samþykkja tillögu Icelandair um breytingu á flugbókun. Í þessum tilfellum, er ekki litið á ferðainneignarnótuan sem endurgreiðslu og miðinn ógildist ekki, heldur verður honum í staðinn breytt í samræmi við samkomulag beggja aðila.

Skilmálar

Allar ferðainneignarnótur sem Icelandair hefur gefið út:

  • er hægt að nota til að gera bókanir í þrjú ár eftir útgáfudag, fyrir ferðalag sem er farið innan eins árs frá því að bókun er gerð.
  • hafa virði sem jafngildir upphæð fargjalds, eldsneytisálags og flugvallaskatta, og allrar auka þjónustu sem greitt var fyrir, þegar þær eru gefnare út í formi endurgreiðslu; EÐA innihalda tiltekna fyrirfram ákveðna upphæð þegar þær eru gefnar í staðinn fyrir tillögu Icelandair um breytingu á flugi.
  • er hægt að nota til að borga fyrir öll flug Icelandair sem finna má á vefsíðunni okkar eða á Icelandair appinu. 
  • er hægt að nota til að greiða skatta og önnur gjöld. 
  • fást ekki endurgreiddar, er ekki hægt að skila og þær hafa ekkert peningagildi. 
  • er ekki hægt að semja um og það er ekki hægt að framlengja þær. 
  • er einungis hægt að nota til að kaupa þá þjónustu sem lýst er á inneignarnótunni. 
  • má ekki selja, millifæra, eða fá skipt fyrir peninga. 
  • verða ekki endurútgefnar ef þær týnast eða þeim er stolið. 
  • tapa virði sínu séu þær notaðar í viðskiptum eða til auglýsinga, ef þær eru keyptar, seldar, auglýstar til sölu eða gerðar viðfang vöruskipta. 
  • gilda fyrir alla þá gjaldmiðla sem við samþykkjum. Ef inneignin er notuð til að gera kaup með öðrum gjaldmiðli en þeim sem inneignarnótan var gefin út á, gildir skiptihlutfall á útgáfudegi inneignarnótunnar. 

Að því marki sem slíkt er heimilt samkvæmt lögum, áskilur Icelandair sér rétt til þess að hafna, ógilda, afturkalla eða taka sérstaklega til skoðunar tiltekna ferðainneignarnótu, í þeim tilfellum þar sem hvers kyns ágreiningur hefur komið fram eða þegar að brotið hefur verið gegn þessum skilmálum. 

Nauðsynlegt er að umsækjendur uppfylli öll ofangreind skilyrði til þess að eiga rétt á að fá og nota ferðainneignarnótu.