Skilmálar forfallagjalds
Helstu upplýsingar um forfallagjald
Þú getur bætt forfallagjaldi við fargjaldið þitt sem bætir ferðakostnað ef þú getur ekki ferðast vegna;
a) dauðsfalls, skyndilegra veikinda eða slyss hjá þér, maka þínum eða öðrum í nánustu fjölskyldu þinni, staðfest af starfandi lækni.
b) verulegs eignatjóns á heimili þínu eða í einkafyrirtæki sem gerir nærveru þína nauðsynlega, staðfest í lögregluskýrslu.
c) þess að þú færð COVID-19 (eða annan sjúkdóm sem WHO flokkar sem heimsfaraldur) sem kemur í veg fyrir að þú getir hafið eða haldið áfram með ferðalag þitt. Jákvæða niðurstöðu þarf að sanna með samþykktu læknisfræðilegu prófi.
Greiðsla forfallagjalds tryggir þér endurgreiðslu á þeim hluta fargjalds sem greiddur hefur verið til Icelandair og ekki fæst annars endurgreiddur ef þú getur ekki farið í fyrirhugaða ferð vegna þeirra ástæðna sem teknar eru fram í skilmálanum hér fyrir neðan. Ef þú þarft að breyta ferðaáætlun eftir að ferð er hafin, mun Icelandair endurgreiða viðkomandi hluta farseðils (þann hluta farseðils sem hefur ekki verið notaður) eða breytingagjald (en ekki fargjaldamismun) eins og tekið er fram í skilmálum hér fyrir neðan.
Forfallagjaldið er 2.200 krónur á farþega í innanlandsflugi. Í millilandaflugi er gjaldið 3.300 krónur á farþega á Economy farmiða og 6.000 krónur á Saga farmiða. Forfallagjaldið fæst ekki endurgreitt. Hægt er að greiða forfallagjald um leið og fargjald eða staðfestingargjald er greitt eða í gegnum e-miða allt að 36 tímum eftir að flugmiðinn hefur verið bókaður.
Ef farþegi ferðast með ungbarn undir 2 ára aldri (24 mánuðir), sem situr í fangi foreldris, og kaupir forfallagjald, sama forfallagjaldi er bætt við flugmiða ungbarsins að kostnaðarlausu.
Ef farþegi hefur greitt forfallagjald og hyggst gera kröfu um endurgreiðslu vegna veikinda eða slyss, þarf farþeginn að framvísa undirrituðu læknisvottorði. Ef forfallagjald er ekki fyrir hendi, fæst engin endurgreiðsla þó að læknisvottorði sé framvísað.
Eingöngu er í boði að kaupa forfallagjald:
- um leið og fargjald eða staðfestingargjald er greitt
- allt að 36 tímum eftir að flugmiðinn er bókaður