Forfallagjald flugfarseðla – Skilmálar | Icelandair
Pingdom Check

Skilmálar forfallagjalds

Viðskiptavinum Icelandair gefst kostur á að kaupa forfallagjald sem bætir ferðakostnað ef um veikindi, slys, eignatjón eða dauðsföll í nánustu fjölskyldu verður að ræða hjá farþega. Forfallagjald kostar 3.300 ISK á farþega og er í boði að kaupa um leið og fargjald eða staðfestingargjald er greitt eða í gegnum e-miða allt að 36 tímum eftir að flugmiðinn hefur verið bókaður. Þetta gjald fæst ekki endurgreitt.

Ef farþegi ferðast með ungbarn undir 2 ára aldri (24 mánuðir), sem situr í fangi foreldris, og kaupir forfallagjald, sama forfallagjaldi er bætt við flugmiða ungbarsins að kostnaðarlausu.

Greiðsla forfallagjalds tryggir endurgreiðslu á þeim hluta fargjalds sem greiddur hefur verið til Icelandair og ekki fæst annars endurgreiddur ef viðskiptamaður getur ekki farið fyrirhugaða ferð. Komist farþeginn ekki í ferðina endurgreiðir Icelandair ehf. viðkomandi farseðla. Ef farþegi þarf að breyta ferðaáætlun eftir að ferð er hafin, mun Icelandair endurgreiða viðkomandi hluta farseðils (þann hluta farseðils sem hefur ekki verið notaður) eða breytingagjald (en ekki fargjaldamismun).

Nauðsynlegt er að framvísa undirrituðu læknisvottorði. Ef forfallagjald er ekki fyrir hendi, fæst engin endurgreiðsla þó að læknisvottorði sé framvísað.

Eingöngu er í boði að kaupa forfallagjald:

  • um leið og fargjald eða staðfestingargjald er greitt
  • allt að 36 tímum eftir að flugmiðinn er bókaður