Réttur umsækjenda til einkalífs | Icelandair
Pingdom Check

Icelandair virðir rétt þinn til einkalífs

Hér að neðan er samantekt yfir það hvernig Icelandair Group og dótturfélög okkar vinna persónuupplýsingar um þig í tengslum við ráðningarsamband okkar:

  • Sem vinnuveitandi þarf Icelandair að vinna persónuupplýsingar um starfsfólk og umsækjendur í tengslum við starfsemi sína.
  • Icelandair vinnur um þig persónuupplýsingar þegar þú sækir um starf hjá okkur, á meðan á ráðningarsambandinu stendur, þegar því lýkur og lengur ef lögmætar ástæður eru fyrir hendi.
  • Icelandair mun veita þér nákvæmar upplýsingar um hvernig við meðhöndlum þær persónuupplýsingar sem við söfnum um þig og hvað við gerum við þær.
  • Icelandair gerir ráðstafanir til að vernda persónuupplýsingarnar þínar.
  • Icelandair mun sjá til þess að réttindi þín samkvæmt persónuverndarlögum séu virt og veitir þér meiri stjórn yfir þínum eigin persónuupplýsingum.
  • Icelandair vinnur persónuupplýsingar í samræmi við þessa persónuverndarskilmála og gildandi lög hverju sinni.

Við mælum með að þú lesir persónuverndarskilmálana svo þú öðlist betri skilning á því hvaða persónuupplýsingar eru unnar og hvers vegna það er gert, hvernig við söfnum þeim, í hvaða tilgangi og hverjum þeim gæti verið deilt með. 

Að sama skapi munum við taka dæmi um vinnslu persónuupplýsinga af okkar hálfu. Ef þú hefur fyrirspurnir um vinnsluna, vinsamlegast hafðu samband við næsta yfirmann eða persónuverndarfulltrúa Icelandair með því að senda tölvupóst á privacy@icelandair.is

Vinsamlegast hafðu hugfast að samantektin hér að ofan, og persónuverndarskilmálarnir eru ekki hluti af ráðningarsamningi okkar við þig, að teknu tilliti til réttar þíns samkvæmt viðeigandi lögum hverju sinni.