Pingdom Check

Skilmálar afsláttarkóða

Eftirfarandi skilmálar eiga við þegar þú nýtir þér afsláttarkóða frá Icelandair.

 • Aðeins er hægt að nota afsláttarkóða þegar keyptir eru miðar á vefsíðu Icelandair, www.icelandair.com/is/, sem teljast sem gildar bókanir. Afsláttarkóðar eru nýttir með því að bæta þeim í viðeigandi reit í kaupferlinu.
 • Afsláttarkóði veitir eingöngu afslátt af miðaverði, að eldsneytisgjaldi, flugvallarsköttum og öðrum gjöldum undananskildum. Farþegi greiðir eftir sem áður eldsneytisgjald, flugvallarskatt og önnur gjöld.
 • Afsláttarkóðar eru háðir framboði og gefa ekki vísbendingu um raunframboð.
 • Ekki er hægt að umbreyta afsláttarkóðum í reiðufé eða önnur fríðindi, s.s. gjafabréf.
 • Ekki er hægt að nýta fleiri en einn afsláttarkóða í einu.
 • Aðeins er hægt að nota afsláttarkóða á móti nýrri bókun en ekki með bókun sem þegar hefur verið gerð.
 • Ef þú afbókar eða velur að nýta ekki bókunina, átt þú engan rétt á endurgreiðslu afsláttar sem fékkst fyrir kóðann, né á því að afsláttarkóðinn verði virkjaður að nýju.
 • Eigir þú rétt á endurgjaldi (endurgjald vísar í þessu samhengi til endurgreiðslu að heild eða hluta, inneignar eða annars konar bóta) vegna bókunar skal endurgjaldið nema því gjaldi sem greitt var eftir að afsláttarkóðanum var bætt við.
 • Ef þú gerir breytingar á bókuninni, átt þú ekki rétt á endurgreiðslu þeirrar upphæðar sem afsláttarkóðinn dró af upphaflegu verði.
 • Afsláttarkóðinn gildir aðeins í takmarkaðan tíma. Gildistími hvers afsláttarkóða er tilgreindur sérstaklega fyrir hvern kóða fyrir sig.
 • Icelandair áskilur sér rétt til að gera breytingar á eða fella niður afsláttarkóða hvenær sem er. Icelandair áskilur sér rétt til að fella niður afsláttarkóða og/eða hafna notkun kóða þegar heildarvirði afsláttarkóðans sem verið er að nýta er umfram ákveðið fjárhagslegt viðmið eða framboð er takmarkað.