Pingdom Check


Skilmálar Hópadeildar fyrir pakkaferðir

Til að teljast hópur verða 10 farþegar eða fleiri að ferðast saman.

Verð gildir í 5 virka daga. Innan þess tíma þarf að staðfesta hópinn. Uppgefið verð við staðfestingu er þó háð breytingu á:

  1. Erlendum gjaldmiðli vegna landþjónustu, framhaldsflugs eða annarrar þjónustu sem keypt er og skal gengi dagsins þegar greitt er gilda.
  2. Fargjöldum, flugvallarsköttum, þjónustugjöldum og öðrum gjöldum.

Skila þarf endanlegum nafnalista innan tveggja vikna frá staðfestingu hóps en þó aldrei síðar en 12 vikum fyrir brottför.

Fullnaðargreiðsla skal liggja fyrir eigi síðar en 8 vikum fyrir brottför. Sé bókun gerð innan þess tíma skal fullnaðargreiðsla fara fram við bókun.

Gæta skal að því að nöfn farþega séu í samræmi við vegabréf.

Öll hópafargjöld eru bundin við að hópurinn ferðist saman á útleið. Heimilt er þó að breyta heimleið áður en farseðill er útgefinn, gegn 4.000 kr. breytingargjaldi og mögulegum fargjaldamun. Heimilt er að gera breytingar eftir útgáfu farseðils gegn 13.000 kr. gjaldi og mögulegum fargjaldamun. Ekki er leyfilegt að breyta hópabókun í nýjan áfangastað eftir útgáfu farseðla. Ef erlend flugfélög eru með í bókun er ekki alltaf hægt að gera breytingar á ferðatilhögun hópsins.

Vinsamlegast athugið að breytingar þurfa að berast skriflega í tölvupósti á [email protected].

Afbókanir eru skv. skilmálum pakkaferða Icelandair VITA sjá hér:

Ferðaskilmálar pakkaferða Icelandair - utanlands | Icelandair

Staðfestingargjald, 40.000 kr. á mann, skal greiða innan tveggja vikna frá bókun.

Staðfestingargjald er óendurkræft.

Félagar í Vildarklúbbi Icelandair fá Vildarpunkta fyrir flug sín í hópferð.

Skilmálar þessir eru viðbót við flutningsskilmála Icelandair og eiga við í viðskiptum hópadeildar Icelandair VITA og viðskiptavina þeirra. Icelandair áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum án fyrirvara.