Skilmálar Vildarferða | Icelandair
Pingdom Check

Skilmálar Vildarferða

Athugið að Punktar og peningar tekið við af Vildarbókunum. Þeir sem ætla að nýta sér Félagamiða American Express eða Vinamiða Arion banka geta áfram bókað Vildarmiða. Til að bóka þá miða þarf að hafa samband við þjónustuver Icelandair.

Almennir skilmálar gilda fyrir Vildarbókanir, fyrir utan neðangreint:

Breytingargjöld:

 • Ef breytt er í dýrari farseðil er greiddur Vildarpunktamismunur auk skattamismunar og breytinga á eldsneytisgjaldi ef við á. Mismunurinn þarf að vera greiddur af sama Saga Club reikningi og upphaflegi farseðillinn var greiddur af.

Economy Flex

 • 5.000 kr. eða 6.000 Vildarpunktar fyrir hvern farþega.
 • Börn 2 – 15 ára greiða 3.750 kr. eða 4.500 Vildarpunkta.
 • Börn 0 – 2 ára greiða 500 kr. eða 600 Vildarpunkta.

Economy Standard

 • 10.000 kr. eða 12.000 Vildarpunktar fyrir hvern farþega.
 • Börn 2 – 15 ára greiða 7.500 kr. eða 9.000 Vildarpunkta.
 • Börn 0 – 2 ára greiða 1.000 kr. eða 1.200 Vildarpunkta.

Bókunarklassar á Vildarbókunum

 • Economy Standard
 • Economy Flex

Bókunarklassar sem eru ekki í boði frá 7. apríl, 2018

 • Economy Comfort
 • Saga Class

Barnaafsláttur

 • Börn 0-2 ára fá 90% afslátt af punktaverði og börn frá 2ja ára að 16 ára aldri fá 25% afslátt af punktaverði.

Forfallagjald / Endurgreiðsla:

Ef forfallagjald er keypt á Félagamiða og upp koma veikindi sem leiða til þess að afbóka þarf ferð gildir eftirfarandi fyrir Félagamiðann. 

Félagamiðinn er bakfærður og heldur sínum upphaflega gildistíma. 
Ef gildistími Félagamiðans er útrunninn endurnýjast miðinn og framlengist um 2 mánuði miðað við dagsetningu afbókunar.

Viðbótarupplýsingar:

 • Óheimilt er að selja Vildarferðir.
 • Icelandair áskilur sér rétt til að gera Vildarferð upptæka komi í ljós að hún hafi verið misnotuð.
 • Ef ekki er farið að ofangreindum skilmálum, sem og öðrum reglum Icelandair Saga Club, getur það orðið til þess að kortið verði gert upptækt og punktar fjarlægðir.
 • Vildarkjör eru háð sætaframboði hverju sinni.
 • Vildarferðir veita hvorki Vildarpunkta né Fríðindastig.