Pingdom Check
Þú getur leitað að
Leita

Skilmálar Vildarferða

Vinsamlegast athugið að frá og með 27. febrúar, geta aðeins þeir sem ætla að nýta sér Félagamiða American Express eða Vinamiða Arion banka bókað Vildarmiða. Til að bóka slíka miða þarf að hafa samband við þjónustuver Icelandair.

Afgreiðsla Vildarbókunar:
Vildarbókun fer í sjálfvirka úrvinnslu og tölvupóstur með e-miða er sendur á netfangið sem gefið var upp við bókun. Ef ekki fæst heimild fyrir punktum á Vildarkorti eða greiðslu skatta á greiðslukorti er tölvupóstur sendur þar sem tilkynnt er um af hverju bókunin gekk ekki í gegn og hún felld niður.

Þrjú lönd innan áætlanakerfis Icelandair krefjast ákveðinna farþegaupplýsinga fyrir allar brottfarir til og frá landinu. Þau eru Bandaríkin, Kanada og Bretland. Vinsamlega kynnið ykkur reglur um APIS og ESTA.

Bóka þarf báðar leiðir.

Farrými:
Economy Class / Economy Comfort / Saga Class

Lágmarksdvöl:
Aðfaranótt sunnudags ef ferðast er á Economy Class, annars engin lágmarksdvöl. 

Hámarksdvöl:
1 ár.

Skattar og aðrar greiðslur:
Korthafi greiðir skatta og aðrar greiðslur sem eru ekki innifaldar í fargjaldinu.

Gildistími farseðla:
Ónotaður farseðill: Endurútgefa verður farseðilinn og ferð verður að hefjast innan árs frá upprunalegum útgáfudegi farseðils.
Farseðill notaður að hluta: Endurútgefa verður farseðilinn og ferð verður að ljúka innan árs frá fyrsta ferðadegi eða skv. reglu fargjalds um hámarksdvöl.

Bókunarfyrirvari: Bókunarfyrirvari Vildarferða á Economy Class eru 6 sólarhringar til Evrópu og 11 sólarhringar til Bandaríkjanna.

Breytingafyrirvari:
Breytingarfyrirvari er sá sami og á bókunarfyrirvara eða 6 sólarhringar til Evrópu og 11 sólarhringar til Bandaríkjanna.

Þegar farseðli er breytt og Vildarpunktamismunur greiddur, þá þarf að greiða mismuninn af sama reikningi Saga Club félaga og upphaflega greiddi fyrir farseðilinn.

Breytingar: Hægt að breyta áfangastað og dagsetningu gegn Kr. 10.000 eða 12.000 Vildarpunktum á Economy Class. Enginn breytingagjöld eru á Comfort Class og Saga Class.
Ef breytt er á dýrari áfangastað, greiðist punktamismunur.
Einnig þarf að greiða skattamismun vegna gengis fyrir breytingar á ónotuðum Vildarmiðum.
Sama breytingargjald er fyrir fullorðins og barnamiða.
Aldrei er hægt að breyta nafni farþega á Vildarmiða.

Forfallargjald / Endurgreiðsla:
Farþegum býðst að kaupa forfallagjald um leið og ferð er bókuð.
Farseðill er endurgreiddur að frádregnum umsýslukostnaði ef forfallagjald er keypt.
Farþegum er ráðlagt að kynna sér skilmála forfallagjalds.
Tilboð: Farseðill gildir í ákveðinn tíma, sem er auglýstur sérstaklega með hverju tilboði.
Lestu nánar skilmála fyrir tilboðsferðir.
Takmarkað sætaframboð er í Vildarferðir 

Barnaafsláttur:
Ungabörn greiða 10% og 2-15 ára 25%**
**Barnaafsláttur er 25% af punktum og gildir fyrir börn á aldrinum 2ja ára upp að 16 ára afmælisdegi og miðast við ferðadag. Ungabörn upp að 2ja ári aldri greiða 10% af punktum.

Kaup á Vildarpunktum
Til að kaupa Vildarpunkta þurfa félagar að skrá sig inn með aðgangsorði og lykilorði. Vinsamlegast athugið að það geta liðið allt að 24 tímar þangað til punktarnir birtast á Vildarreikningi viðkomandi. Þjónustugjald er innheimt fyrir hverja færslu.

Vinsamlega athugið:  Nota verður farmiðann í réttri röð. Ef flug er ekki nýtt er öll bókunin afturkölluð og farseðillinn ógildur.

Vildarferð tengist ekki fargjöldum með öðrum flugfélögum.
Óheimilt er að selja Vildarferðir. Icelandair áskilur sér rétt til að gera Vildarferð upptæka komi í ljós að hún hafi verið misnotuð. Vildarferðir veita hvorki Vildarpunkta né Kortastig.