Skattar og önnur gjöld | Icelandair
Pingdom Check

Skattar og önnur gjöld

Upplýsingarnar hér að neðan eru aðeins hugsaðar til viðmiðunar. Athugið að gjöld geta breyst, að þau geta verið breytilegt eftir ferðaáætlun, auk þess sem undantekningar geta átt við í vissum tilfellum.

Eldsneytisálag Icelandair er lagt á grunnfargjaldið, í því flugi þar sem það á við. Álagning annarra flugfélaga og allir skattar og önnur gjöld, koma fram í yfirliti í bókunarvél þegar flug og fargjald hefur verið valið.

Eldsneytisálag

Icelandair leggur á eldsneytisgjald til þess að koma til móts við kostnaðarauka af heimsmarkaðsverði eldsneytis. Gjaldið, sjá nánar töflu, miðast við lengd flugsins og upphafsstað ferðar. Gjaldið á við um alla farþega, að börnum meðtöldum.

Brottfararstaður Áfangastaður (Eldsneytisálag Icelandair aðra leið fyrir farþega)
Evrópa Ísland Bandaríkin
Evrópa -- EUR 35 EUR 89
Ísland ISK 4600 -- ISK 8100
Bandaríkin USD 100 USD 64 --
Kanada CAD 138 CAD 88

Eldsneytisálag (önnur flugfélög)

Þegar flogið er með Icelandair og samstarfsflugfélagi á einum miða, inniheldur fargjaldið eldsneytisálag frá samstarfsaðilanum. Upphæð eldsneytisálagsins fer eftir flugfélagi, lengd flugsins og því hvar miðinn var keyptur. Upphæð eldsneytisálags kemur fram á greiðsluyfirliti við bókun.

Aukagjald á háannatíma (e. Peak Travel Premium)

Þegar ferðast er til eða frá ákveðnum áfangastöðum á háannatíma, er mögulegt að aukagjaldi verði bætt við flutningsgjaldið í fargjaldinu. Upphæðin sem er innheimt er breytingum háð, sem og þær dagsetningar þar sem aukagjaldið er lagt á.

Bókunargjald

Icelandair innheimtir bókunargjald af öllum bókunum sem gerðar eru á Icelandair-vefsíðunni. Gjaldið á við um bæði fullorðna og börn, en ekkert gjald er greitt fyrir ungbörn undir 2 ára aldri.

Ekkert bókunargjald er greitt fyrir miða sem seldir eru í Kanada eða Bandaríkjunum.

Fyrir miða sem keyptir eru í öðrum löndum, er greitt bókunargjald í samræmi við töfluna hér að neðan: 

Fyrir miða sem seldir eru í:

Bókunargjald á hvern farþega

Belgíu EUR 15
Kanada Ekkert gjald
Tékklandi EUR 15
Danmörku DKK 50
Finnlandi EUR 15
Frakklandi EUR 10
Þýskalandi EUR 15
Íslandi ISK 500
Ítalíu EUR 10
Hollandi EUR 15
Noregi NOK 50
Póllandi EUR 15
Rússlandi EUR 15
Spáni EUR 10
Svíþjóð SEK 50
Bretlandi GBP 6
Bandaríkjunum Ekkert gjald

Skattar og opinber gjöld

Farþegi greiðir alla skatta og opinber gjöld sem lögð eru á flugfélagið eða farþegann af stjórnvöldum eða öðrum yfirvöldum sem og rekstraraðilum flugvalla.

Upplýsingar um endurgreiðslur má finna í þeim fargjaldareglum sem eiga við um farmiða farþega.

Ferðir frá Kanada sem innihalda tengiflug á vegum Icelandair

Flugverndargjald farþega (e. Air Travellers Security Charge): Kanadíska þingið lögfesti flugverndargjaldið til þess að fjármagna aukin umsvif öryggisgæslu í flugsamgöngum í Kanada í kjölfarið á atburðunum sem áttu sér stað 11. september 2001. Í innanlandsflugi er gjaldið $7.12 CAD fyrir hvora leið, samanlagt $14.25 CAD. Í millilandaflugi er hámarksgjald fyrir hvora leið $12.10 CAD / USD og samanlagt hámarksgjald því $24.21 CAD / USD.

Viðhaldsgjald flugvallar (e. Air Improvement Fees): Margir flugvellir í Kanada og víða annarsstaðar um heiminn innheimta gjöld vegna viðhalds flugvalla. Í sumum tilfellum innheimta flugvellirnir þessi gjöld við brottför á flugvellinum; í öðrum tilfellum eru gjöldin innheimt þegar miðinn er gefinn út og koma fram í yfirliti á flugfargjaldi. Hér fyrir neðan er yfirlit yfir þá kanadísku flugvelli þar sem viðhaldsgjaldið reiknast með í flugfargjaldinu. Allar upphæðir eru gefnar í kanadadollurum.

Abbotsford, B.C. (YXX) $5
Bagotville, Que. (YBG) $25
Baie-Comeau, Que. (YBC) $10
Bathurst, N.B. (ZBF) $40
Calgary, Alta (YYC) $30
Castlegar, B.C. (YCG) $7
Charlottetown, P.E.I. (YYG) $20
Comox, B.C. (YQQ) $5
Cranbrook, B.C. (YXC) $11
Deer Lake, N.L. (YDF) $20
Edmonton, Alta (YEG) $30
Fort McMurray, Alta (YMM) $30
Fort St. John, B.C. (YXJ) $18
Fredericton, N.B. (YFC) $20
Gander, N.L. (YQX) $25
Gaspe, Que. (YGP) $15
Goose Bay, N.L. (YYR) $20
Grande Prairie, Alta (YQU) $20
Halifax, N.S. (YHZ) $25
Hamilton, Ont. (YHM) $25
Kamloops, B.C. (YKA) $10
Kelowna, B.C. (YLW) $15
Kenora, Ont. (YQK) $5
Kingston, Ont. (YGK) $4
Kitchener, Ont. (YKF) $15
Lethbridge, Alta (YQL) $15
London, Ont. (YXU) $15
Moncton, N.B. (YQM) $20
Mont-Joli, Que. (YYY) $10
Montreal, Que. (YUL) $25
Mont Tremblant, Que. (YTM) $25
Moosonee, Ont. (YMO) $12
Nanaimo, B.C. (YCD) $10
Ottawa, Ont. (YOW) $23
Prince Albert, Sk (YPA) $15
Prince George, B.C. (YXS) $20
Quebec City, Que. (YQB) $30
Red Deer, Alta (YQF) $10
Regina, Sask. (YQR) $20
(YQR) $5 Ferðast milli Regina og Saskatoon
(YQR) $20
Rouyn-Noranda, Que. (YUY) $20
Saint John, N.B. (YSJ) $25
Sarnia, Ont. (YZR) $20
Saskatoon, Sask (YXE) $5 Ferðast innan Saskatchewan
(YXE) $20 Ferðast út fyrir Saskatchewan
Sault Ste Marie, Ont. (YAM) $20
Smithers, B.C. (YYD) $25
Stephenville, N.L. (YJT) $20
St. John's, N.L. (YYT) $30
Sudbury, Ont. (YSB) $25
Sydney, N.S. (YQY) $25
Terrace, B.C. (YXT) $7
The Pas, Man. (YQD) $20
Thompson, Man. (YTH) $20
Timmins, Ont. (YTS) $10
Toronto, Ont. (YYZ) $25 Farþegar að hefja ferð
(YYZ) $4 Farþegar í tengiflugi
(YTZ) $20 Farþegar að hefja ferð
Val d'Or, Que. (YVO) $20
Vancouver, B.C. (YVR) $5 Ferðast innan B.C./Yukon
(YVR) $20 Ferðast út fyrir B.C./Yukon
Waterloo, Ont. (YKF) $15 Í millilandaflugi
(YKF) $20 Í flugi milli Kanada og Bandaríkjanna
Windsor, Ont. (YQG) $15
Winnipeg, Man. (YWG) $25
Yarmouth, N.S. (YQI) $10

Ferðast með millilandaflugi í beinu flugi á vegum Icelandair

Flugverndargjald farþega (e. Air Travellers Security Charge): Kanadíska þingið lögfesti flugverndargjaldið til þess að fjármagna aukin umsvif öryggisgæslu í flugsamgöngum í Kanada í kjölfarið á atburðunum sem áttu sér stað 11. september 2001. Í millilandaflugi er flugverndargjaldið $25.91 CAD / USD á öllum flugvöllum í Kanada.

Viðhaldsgjald flugvallar (e. Air Improvement Fees): Margir flugvellir í Kanada og víða annarsstaðar um heiminn innheimta gjöld vegna viðhalds flugvalla. Í sumum tilfellum innheimta flugvellirnir þessi gjöld við brottför á flugvellinum; í öðrum tilfellum eru gjöldin innheimt þegar miðinn er gefinn út og koma fram í yfirliti á flugfargjaldi.

Skattlagning og opinber gjöld erlendis: Ríkisstjórnir erlendra ríkja innheimta af flugfélögum ýmis konar skatta og gjöld. Slík gjöld eru yfirleitt innheimt á hvern farþega fyrir sig og ólíkar ástæður liggja að baki álagningunum. Gjöldin snúa þó fyrst og fremst að öryggismálum, tollgæslu og innflytjendaeftirliti, innviðum í flutningsstarfsemi og viðhaldi flugvalla, umsjón flugumferðarkerfisins, umhverfismálum og aðlögunargjöld ríkisstofnana.