Pingdom Check

Skattar og önnur gjöld

Eldsneytisálag

Icelandair leggur á eldsneytisgjald til þess að koma til móts við kostnaðarauka af heimsmarkaðsverði eldsneytis. Gjaldið, sjá nánar töflu, miðast við lengd flugsins og upphafsstað ferðar. Gjaldið á við um alla farþega, að börnum meðtöldum.

Eldsneytisálag er hluti af heildarfargjaldi og er aðgreint sérstaklega í sundurliðun verðs á öðru skrefi í bókunarferli.

Fyrir miða með brottfararstaðEldsneytisálag Icelandair aðra leið fyrir farþega á leiðinni til
  Evrópu Íslands Bandaríkjanna
Evrópu -- EUR 35 EUR 89
Ísland ISK 4600 -- ISK 8100
Bandaríkin USD 100 USD 64 --
Canada CAD 138 CAD 88  

Skattar og opinber gjöld

Farþegi greiðir alla skatta og opinber gjöld sem lagðir eru á flugfélagið eða farþegann af stjórnvöldum, öðrum yfirvöldum sem og rekstraraðilum flugvalla. 
Sjá nánar sundurliðun skatta og annarra gjalda á öðru skrefi í bókunarferli. 
Upplýsingar varðandi endurgreiðslur vísast til þeirra fargjaldareglna sem eiga við farmiða farþega.

Bókunargjald

Bókunargjald bætist við alla farmiða sem eru bókaðir á www.icelandair.com. 
Engin endurgreiðsla er á bókunargjaldi.