Pingdom Check
Þú getur leitað að
|
Leita

Trúnaðaryfirlýsing

Icelandair leggur mikið upp úr friðhelgi einstaklinga og persónuvernd. Þessari trúnaðaryfirlýsingu er ætlað að skilgreina og útlista á hvaða hátt upplýsingum er safnað við notkun þessarar vefsíðu og hvernig þessar upplýsingar eru geymdar og nýttar. Við notum IP-tölur notenda til að greina vandamál á vefþjónum okkar og hafa umsjón með vefsíðum okkar.

Skráning
Notendur þurfa að gefa upp tengiliðsupplýsingar eins og nafn og netfang. Í sumum tilfellum þarf einnig að gefa upp heimilisfang, að hluta til eða í heild, eða símanúmer. Þessar upplýsingar nýtum við til að senda þér tilkynningar um fyrirtækið, vörur eða annað sem við álítum að skráðir notendur gætu haft áhuga á. Einnig kann að vera beðið um auðkenni, eins og Icelandair sagakortsnúmer, svo hægt sé að staðfesta tilurð notandans og nálgast hann í okkar skrám. Lýðfræðilegar upplýsingar og upplýsingar af svæði notandans eru einnig notaðar til að sníða vefsíðuna betur að þörfum hans eða hennar og bjóða viðeigandi vörur hverju sinni.

Pantanir
Sama og á við skráningu, auk þess sem greiðsluupplýsingar eru sóttar og geymdar. Þessar upplýsingar eru nauðsynlegar svo hægt sé að gefa út og senda reikning á notendur fyrir vörum og þjónustu sem í boði eru á vefsíðunni.

Samkeppnir
Sama og á við skráningu. Notendur geta afþakkað frekari tölvupósta; nánar í hlutanum um valkosti/úrsögn hér að neðan. Á þessari vefsíðu er að finna hlekki á aðrar síður. Icelandair ber ekki ábyrgð á persónuverndarstefnum og trúnaði slíkra vefsíða eða því efni sem er að finna á þeim.  Bókunarkerfi okkar er á vegum Amadeus Global Travel Distribution, S.A. sem veitir Icelandair upplýsingar um notendur.

Öryggismál
Á þessari vefsíðu hafa verið gerðar öryggisráðstafanir sem koma eiga í veg fyrir tapaðar upplýsingar og misnotkun eða breytingar á upplýsingum. Greiðsluupplýsingar er dulkóðaðar með SSL við sendingu. Gögn sem safnað er um notendur er geymd í vélum sem varðar eru með eldveggjum. Slík gögn eru einnig geymd í vélum sem ekki tengjast neinum ytri netkerfum.

Valkostir/Úrsögn

Vefsíðan okkar býður notendum að afþakka frekari tilkynningar þegar óskað er eftir upplýsingum um gestinn. Þessi síða býður notendum möguleika á að fjarlægja upplýsingar um sig úr gagnagrunni okkar, og afþakka þannig frekari tilkynningar frá okkur eða hætta að þiggja þjónustu okkar, með því að senda tölvupóst.

Að auki notar www.icelandair.com díla, eða gegnsæjar GIF-myndir, til að auðvelda umsjón með auglýsingum á netinu. Þessar GIF-myndir eru í boði DoubleClick, sem er samstarfsaðili okkar á sviði auglýsinga. Þessi skjöl gera DoubleClick kleift að þekkja fótspor (cookie) í vafranum þínum svo hægt sé að sjá hvaða auglýsingar notendur smella á til að fara á vefsíðuna okkar. Fótsporunum hefur verið komið fyrir af okkur eða öðrum auglýsanda sem starfar með DoubleClick. Upplýsingar sem við söfnum og deilum eru nafnlausar og ekki hægt að greina einstaklinga úr þeim, bæði hvað varðar fótspor og Spotlight. Í þeim er ekki að finna nafn þitt, heimilisfang, símanúmer eða netfang. Nánari upplýsingar um DoubleClick, þ.á m. upplýsingar um hvernig hægt er að afþakka þessa tækni, er að finna á vefsíðu fyrirtækisins, https://www.doubleclickbygoogle.com.

Hafðu samband við vefsíðuna
Ef þú hefur frekari spurningar varðandi þessa trúnaðaryfirlýsingu, starfsemi þessarar vefsíðu eða umfang hennar, getur þú haft samband við vefstjóra Icelandair á Reykjavíkurflugvelli, 101 Reykjavík.