Tollfrjáls verslun | Icelandair
Pingdom Check

Saga Shop Collection

Saga Shop er verslun okkar um borð þar sem í boði er fjölbreytt úrval framandi ilmvatna, spennandi aukahluta, gómsætra sætinda og glæsilegra skartgripa á tollfrjálsu verði.

Athugið að frá 16. mars, 2020 er því miður ekki hægt að versla í Saga Shop um borð. Í ljósi aðstæðna höfum við gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að lágmarka heilsufarsáhættu gagnvart farþegum okkar og starfsfólki.

Vinsamlegast athugið að vörur frá Saga Shop eru ekki í boði í innanlandsflugi og flugi til Grænlands.

Farþegar sem eiga miða í alþjóðaflug sem fer frá innanlandsflugvelli hafa aðgang að tollfrjálsum varningi á Reykjavíkurflugvelli og Akureyrarflugvelli.

Vinsamlegast athugið að ekki er lengur hægt að greiða með reiðufé um borð. Við tökum vel á móti debet- og kreditkortum og Vildarpunktum.

Frábært verð

Allt verð er toll- og skattfrjálst þar sem Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu og því ekki bundið af kvöðum reglugerðar um afnám tollfrjálsrar verslunar í Evrópu. Saga Shop býður upp á mikið úrval af frábærum vörum á ótrúlegu verði sem er 25-40% lægra en smásöluverð í flestum Evrópulöndum.