Tollfrjáls verslun | Icelandair
Pingdom Check

Saga Shop Collection

Saga Shop er verslun okkar um borð þar sem í boði er fjölbreytt úrval framandi ilmvatna, spennandi aukahluta, gómsætra sætinda og glæsilegra skartgripa á tollfrjálsu verði.

Athugið að frá 16. mars, 2020 er því miður ekki hægt að versla í Saga Shop um borð. Í ljósi aðstæðna höfum við gripið til fyrirbyggjandi aðgerða til að lágmarka heilsufarsáhættu gagnvart farþegum okkar og starfsfólki.

Vinsamlegast athugið að ekki er lengur hægt að greiða með reiðufé um borð. Við tökum vel á móti debet- og kreditkortum og Vildarpunktum.

Frábært verð

Allt verð er toll- og skattfrjálst þar sem Ísland er ekki aðili að Evrópusambandinu og því ekki bundið af kvöðum reglugerðar um afnám tollfrjálsrar verslunar í Evrópu. Saga Shop býður upp á mikið úrval af frábærum vörum á ótrúlegu verði sem er 25-40% lægra en smásöluverð í flestum Evrópulöndum.