Andlitsgrímur | Icelandair
Pingdom Check
04.06.2020 | 12:00

Andlitsgrímur

Síðast uppfært: 20. október, 2021

Vinsamlega athugið að farþegar í millilandaflugi Icelandair þurfa að ganga með grímu, en frá og með 20. október 2021 þurfa farþegar í innanlandsflugi ekki lengur að ganga með grímur, hvorki um borð í vélinni né á flugvellinum.

---

Allir farþegar í flugi Icelandair verða að ganga með andlitsgrímur. Við setjum öryggi farþega og starfsmanna okkar í forgang og því þurfa farþegar að hafa grímurnar á sér þegar þeir ganga um borð, í gegnum allt flugið og þegar þeir ganga frá borði. Flugáhöfnin verður líka með andlitsgrímur í gegnum allt flugið. Við mælum einnig með því að farþegar noti andlitsgrímur á flugvellinum. Vinsamlegast athugið að farþegar í flugi mega vera með andlitshlífar til viðbótar við andlitsgrímu, en ekki í staðinn fyrir grímuna.

Ætlast er til þess að farþegar komi með eigin grímur og við mælum með því að vera með fleiri en eina grímu fyrir ferðalagið, tímann í vélinni og á flugvellinum. Andlitsgríman má vera hvort sem er heimagerð eða keypt, en hún verður að hylja nef og munn. Farþegar mega taka grímuna niður til skamms tíma, til þess að neyta matar og drykkja um borð í vélinni.

Börn sem eru yngri en 2 ára eru undanþegin þessari reglu í flugi til og frá Bandaríkjunum. Og börn undir 10 ára aldri en undanþegin reglunum í flugi til eða frá Evrópu og Kanada. Farþegar sem geta ekki gengið með grímur af heilsufarástæðum eða vegna fötlunar, verða að hafa meðferðis gilt vottorð frá lækni til að sýna við innritun og við inngöngu í vélina. Við biðjum þá farþega okkar sem ekki geta gengið með grímu af heilsufarsástæðum eða vegna fötlunar, að láta áhöfnina vita þegar gengið er um borð. Vinsamlegast hafið samband við þjónustuverið okkar til að fá nánari upplýsingar.

Við munum útdeila grímum til þeirra farþega sem ekki koma með eigin grímur, eða þurfa af einhverjum ástæðum aukagrímu.

Við ráðleggjum farþegum okkar að fylgja leiðbeiningum Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar um hvernig ber að nota grímuna.

Leiðbeiningar um notkun andlitsgrímu (sjá mynd fyrir neðan):

1. Áður en þú setur a þig grímuna, skaltu þvo hendur með spritti eða sápu og vatni.

2. Hyldu munn og nef með grímunni og gættu þess að ekkert op sé á milli andlits og grímu. Forðastu að snerta grímuna meðan þú hefur hana á þér; ef þú snertir hana, þvoðu þá hendurnar með spritti eða sápu og vatni.

3. Ef raki kemst í grímuna skaltu þegar í stað setja upp nýja grímu. Ekki nota einnota andlitsgrímur oftar en einu sinni.

4. Fjarlægðu grímuna með því að lyfta bandi teygjunnar aftan á hnakka (ekki snerta framhlið grímunnar); hentu grímunni strax eftir notkun; þrífðu svo hendur með spritti eða sápu og vatni.

Skýringarmynd með leiðbeiningum frá Alþjóðaheilbrigðisstofnun (WHO) um hvernig á að setja á sig, nota, fjarlægja og losa sig við andlitsgrímu