Andlitsgrímur | Icelandair
Pingdom Check
03/22/2022 | 12:00 PM

Reglur um andlitsgrímur

Síðast uppfært: 19. september 2022

Farþegar þurfa aðeins að vera með grímu á tilteknum flugleiðum, ekki í öllu flugi Icelandair. Yfirvöld í því landi sem flogið er til ákvarða reglur um notkun andlitsgríma um borð.

Frá og með 1. október er ekki nauðsyn að bera grímu í flugi til og frá Þýskalandi.

Farþegar verða að vera með grímu um borð í öllu flugi til og frá Kanada.

Grímunotkun er valkvæð í öllu öðru flugi til og frá Evrópu, Bandaríkjunum og Grænlandi, og í innanlandsflugi á Íslandi. Heilbrigðisyfirvöld mæla þó með því að farþegar beri grímu um borð í flugi, þegar ekki er hægt að tryggja hæfilega fjarlægð milli farþega.

Leiðbeiningar fyrir flug þar sem grímunotkun er skylda

Eftirfarandi á við í flugi þar sem farþegum er skylt að ganga með grímur.

Farþegar þurfa að hafa grímurnar á sér þegar þeir ganga um borð, í gegnum allt flugið og þegar þeir ganga frá borði. Farþegar mega taka af sér grímuna tímabundið til að neyta matar og drykkja. Við ráðleggjum farþegum okkar að gæta að sóttvörnum og nota handspritt.

Grímuskylda barna

  • Börn 10 ára og yngri eru undanþegin reglunum í flugi til og frá Evrópu.
  • Börn undir 6 ára aldri eru undanþegin þessari reglu  í flugi til og frá Kanada. 

Undantekningar á grímunotkun

Farþegar sem geta ekki verið með grímur af heilsufarsástæðum eða vegna fötlunar, verða að hafa meðferðis gilt vottorð frá lækni til að sýna við innritun og við inngöngu í vélina. Við biðjum þessa farþega okkar að láta áhöfnina vita þegar gengið er um borð. Vinsamlega hafið samband við þjónustuverið okkar til að fá nánari upplýsingar.