Pingdom Check
09/14/2018 | 12:00 AM

Meiri sveigjanleiki og þægindi

Í maí 2019 bætum við nýjum flugtímum til og frá Evrópu og Norður-Ameríku við ferðaáætlun okkar. Það þýðir að þú getur valið þá tímasetningu sem hentar þér best. 


Icelanda­ir mun frá og með maí á næsta ári breyta leiðar­kerfi sínu til að koma betur til móts við viðskiptavini sína og bæta við brott­far­ar­tím­um frá Kefla­vík. Boðið verður upp á flug til borga í Evr­ópu klukk­an 10.30 að morgni og til borga í Norður-Am­er­íku klukk­an 20.00 að kvöldi. Bæt­ist þetta við nú­ver­andi tengi­tíma sem eru snemma morg­uns og síðdeg­is. Breyt­ing­in tengist um leið end­ur­nýj­un á flug­flota Icelanda­ir, en fé­lagið hef­ur þegar tekið á móti þrem­ur Boeing MAX-þotum og mun taka á móti sex nýj­um snemma á næsta ári. Þessi nýju flug verða á tíma sem er rólegri í Leifsstöð sem þýðir styttri bið í innritun og þægilegri ferðaupplifun. 

Sofðu út og fáðu hvíld fyrir flugið

Eins og fyrr segir munum við bjóða flug til helstu borga Evrópu sem leggur af stað síðar um morguninn en áður hefur tíðkast, eða um 10:30. Það að mæta betur hvíldur á flugvöllinn gefur tóninn fyrir enn ánægjulegra ferðalag og meira verður úr upplifuninni á áfangastað. Þessi flug verða í boði m.a. til Amsterdam, Berlínar, Brussel, Kaupmannahafnar, Frankfurt, Hamborgar, München, Osló, Parísar, Stokkhólms og Zurich. 

Nýttu daginn betur

Eins munum við bjóða fjölbreyttara flugframboð milli Íslands og Norður-Ameríku. Hægt verður að fljúga milli landanna síðar um kvöldið, eða um 20:00 sem gerir það að verkum að dagurinn nýtist til fulls, hvort sem við fundahöld eða skemmtun. Þessi möguleiki verður í boði til Boston, Chicago, Minneapolis, New York, Toronto og Washington, DC. 

Aukinn áreiðanleiki og viðbragðsflýtir

Samfara þessum breytingum munum við fjölga varavélum okkar í Keflavík úr einni í þrjár eða fleiri. Þannig munum við geta brugðist við seinkunum á betri hátt sem tryggir að þú komist á áfangastað á réttum tíma.