Biophilia Bjarkar um borð í vélum Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
10/07/2011 | 12:00 AM

Biophilia Bjarkar um borð í vélum Icelandair

Biophilia, nýtt verk Bjarkar Guðmundsdóttur, er komið í afþreyingarkerfi Icelandair áður en það verður gefið út á plötu. Björk verður einnig með tvenna tónleika á Iceland Airwaves tónlistarhátíðinni sem hefst þann 12. október.
„Það er mikið ánægjuefni fyrir okkur hjá Icelandair að geta boðið upp á tónlistina af Biophiliu Bjarkar áður en hún kemur út,“ segir Guðmundur Óskarsson, Forstöðumaður Markaðs- og viðskiptaþróunar Icelandair. „Björk er einn fremsti listamaður heims nú um stundir og fjölmargir hafa beðið eftir því að heyra og sjá nýja verkið hennar með mikilli eftirvæntingu. Við erum líka stolt af því að gestir Iceland Airwaves hátíðarinnar fái að njóta tónleika Bjarkar í Hörpu.“

Biophilia er ekki aðeins hljómplata því hvert lag á plötunni er einnig hægt að fá sem app fyrir iPhone og iPad. Í kringum tónleikana verður einnig fræðsla um þau fyrirbæri náttúrunnar sem Björk fjallar um í lögum sínum og tónfræði.
„Icelandair hefur í áratugi lagt mikið upp úr stuðningi við íslenska tónlist og við munum halda því áfram,“ segir Guðmundur Óskarsson, Forstöðumaður Markaðs- og viðskiptaþróunar Icelandair