Breytingar á flugi Icelandair í dag | Icelandair
Pingdom Check
04/28/2010 | 12:00 AM

Breytingar á flugi Icelandair í dag

Breytingar á flugi Icelandair í dag

Icelandair hefur tilkynnt um breytingar á flugi félagsins vegna þess að Keflavíkurflugvöllur hefur verið lokaður lengur í dag en vonast var til.

Fyrirhugað var að flug frá fjórum Bandaríkjaborgum mundi koma til Keflavíkur og að brottfarir yrðu til sjö borga í Evrópu síðdegis. Fluginu frá Bandaríkjunum var  stefnt til Glasgow og Akureyrar. Brottför fluga til Kaupmannahafnar, Stokkhólms, Osló, Manchester/Glasgow og Seattle hefur verið seinkað, en fyrirhuguðu flugi til London, Amsterdam og Parísar aflýst, ásamt flugi til New York og Boston. Þá er seinkun á flugi frá Glasgow til Íslands.

Sem fyrr eru farþegar eru hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og upplýsingum um komu og brottfarir áður en farið er út á flugvöll.