Breytingar á tilhögun ferðaheimilda til Bandaríkjanna. | Icelandair
Pingdom Check
12/22/2008 | 12:00 AM

Breytingar á tilhögun ferðaheimilda til Bandaríkjanna.

Breytingar á tilhögun ferðaheimilda fyrir ferðamenn frá löndum sem eru undanþegin vegabréfsáritun til Bandaríkjanna.

Öllum viðkomandi farþegum verður gert skylt að sækja um þessa heimild á rafrænu formi. Hún mun koma í stað þess að fylla út I-94W eyðublaðið eins og nú er gert um borð. Eftir 12. janúar verður hætt að notast við það eyðublað.

Sækja verður um ferðaheimildina á vefnum minnst 72 tímum fyrir brottför. Reynt verður að afgreiða umsóknir sem berast með minni fyrirvara, en ekki verður hægt að tryggja afgreiðslu nema með fyrrgreindum fyrirvara.