Punktar og peningar | Icelandair
Pingdom Check
02/27/2018 | 12:00 AM

Nú breytum við og bætum

Nýverið kynntum við til leiks nýjan greiðsluvalmöguleika, Punkta og peninga, sem hefur gert félögum okkar kleift að nota Vildarpunkta sem greiðslu fyrir flug til allra áfangastaða Icelandair, ýmist að fullu eða að hluta.

Punktar og peningar hafa fengið frábærar viðtökur, enda hefur þessi vara fært félögum okkar meiri sveigjanleika og aukið framboð. Samhliða því hefur félögum okkar boðist að bóka hefðbundnar Vildarbókanir með föstum punktaverðum.

Frá og með 27. febrúar, einföldum við, bætum og breytum, og taka Punktar og peningar alfarið við af hinum hefðbundnu Vildarbókunum. Um leið fá félagar enn meira fyrir punktana sína með greiðsluleiðinni Punktum og peningum.

Vildarbókanir verða þó enn í boði fyrir þá sem ætla að nýta sér Félagamiða American Express og Vinamiða Arion banka. Til þess að ganga frá slíkum bókunum þarf að hringja í þjónustuver Icelandair.