Endurnýjaður innritunarsalur opnaður í Leifsstöð | Icelandair
Pingdom Check
06/01/2012 | 12:00 AM

Endurnýjaður innritunarsalur opnaður í Leifsstöð

Í dag opnuðu Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair og Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar endurnýjaðan innritunarsal í Leifsstöð. Breytingar hafa verið gerðar á útliti salarins og  lýsingu, innréttingum og skreytingum verið breytt. Mestan svip á salinn setur nú risastór mynd sem ljósmyndarinn Ari Magg tók á Vatnajökli, en hún þekur allan vegginn fyrir aftan innritunarborðin.  Innritunarborðin sjálf hafa einnig breytt um svip en þau höfðu verið óbreytt frá opnun Leifsstöðvar fyrir 25 árum.

 

Á myndinni klippa Birkir Hólm Guðnason framkvæmdastjóri Icelandair og Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Leifsstöðvar á borða til marks um breytingarnar við stutta athöfn í Leifsstöð í dag.