Enn bætir Icelandair met sitt í stundvísi | Icelandair
Pingdom Check
11/03/2009 | 12:00 AM

Enn bætir Icelandair met sitt í stundvísi

Enn bætir Icelandair met sitt í stundvísi

Starfsfólk Icelandair hefur á þessu ári náð að auka mjög stundvísi félagsins og náði í september besta árangri sem félagið hefur náð í mánuðinum, en þá voru 94,5% fluga félagsins á réttum tíma, Það sem af er árinu er stundvísin 93,0%, sem er mun betri árangur en áður hefur náðst hjá Icelandair.

Icelandair er nú í fremstu röð flugfélaga og var í mánuðinum stundvísasta flugfélagið innan AEA, Evrópusambands flugfélaga í áætlunarflugi milli Evrópu og Bandaríkjanna og á stuttum og meðallöngum flugleiðum innan Evrópu.

"Við höfum gert átak til að auka stundvísi og á síðasta ári tók til starfa ný stjórnstöð Icelandair á Keflavíkurflugvelli, sem hefur það m.a. að markmiði að reka leiðakerfi félagsins frá degi til dags, fyrirbyggja hugsanlegar tafir og bregðast hratt við óvæntum uppákomum. Við sjáum góðan árangur af þessum breytingum, og áhafnir eiga einnig þakkir skyldar. Við höfum sömuleiðis verið heppin hvað varðar utanaðkomandi þætti sem hafa mikil áhrif, eins og veður, aðra flugumferð og bilanir", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.

Stundvísi flugfélaga er mæld með þeim hætti að ef innan við 15 mínútur líða á milli áætlunartíma og raunverulegrar brottfarar frá hliði telst flugvélin hafa farið á réttum tíma.