Flug Icelandair að mestu samkvæmt áætlun á morgun 18.maí | Icelandair
Pingdom Check
05/17/2010 | 12:00 AM

Flug Icelandair að mestu samkvæmt áætlun á morgun 18.maí

Flug Icelandair verður samkvæmt áætlun á morgun, nema hvað flugi til Amsterdam, Frankfurt og Parísar frá Keflavíkurflugvelli í fyrramálið hefur verið aflýst. Flug frá þessum borgum síðdegis á morgun verður samkvæmt áætlun.

Áður hefur komið fram að flugi síðdegis í dag var aflýst vegna spár um öskudreifingu.

Staðan er óljós um þessar mundir og sem fyrr eru farþegar hvattir til þess að fylgjast með fréttum og upplýsingum um komu og brottfarartíma á www.icelandair.com og vefmiðlum því breytingar geta orðið með skömmum fyrirvara.