Flug Icelandair hefst á ný síðdegis | Icelandair
Pingdom Check
05/23/2011 | 12:00 AM

Flug Icelandair hefst á ný síðdegis

 

Flug Icelandair hefst á ný síðdegis

Icelandair mun hefja flug samkvæmt áætlun síðdegis í dag eftir að hafa þurft að aflýsa öllu flugi í rúman sólarhring, og bætir við aukaflugum. Gert er ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði opnaður fyrir flugumferð síðdegis og að áætlað flug Icelandair frá Evrópuborgum til landsins í dag verði í nokkurri seinkun og sömuleiðis flug frá landinu til Norður Ameríku.  Áætlun er sem hér segir:

Flug til Íslands frá Stokkhólmi, Osló, París, Frankfurt, Amsterdam, Helsinki, London, Kaupmannahöfn og Bergen/Stavanger verður í nokkurri seinkun og lendir hér á landi um klukkan 19.00 í kvöld.

Þá verður flogið frá Keflavíkurflugvelli til New York, Minneapolis, Seattle, Toronto, Boston og Washington í kvöld og er brottför áætluð um klukkan 21.00.

Ennfremur verður flogið aukaflug frá Seattle til Íslands sem lendir í Keflavík í fyrramálið.

Þá verða tvö flug til og frá London síðdegis og sömuleiðis eitt flug til og frá Kaupmannahafnar.

Sérstök athygli er vakin á því að breytingar á tímasetningum og áætlun getur orðið með stuttum fyrirvara og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum.

Aukaflugum til Kaupmannahafnar, Osló og Stokkhólms í kvöld bætt við áætlun Icelandair

Icelandair hefur bætt við þremur aukaflugum við áður kynnta áætlun sína í kvöld. Flogið verður til Kaupmannahafnar og Osló kl. 20.45 og til Stokkhólms um miðnætti. Jafnframt verður flogið frá þessum borgum í nótt til Keflavíkur.

Þessi flug eru sett upp til þess að koma til móts við þá farþega sem ekki komust leiðar sinnar vegna aflýstra fluga á síðasta sólarhringnum.