Flug Icelandair samkvæmt áætlun í dag | Icelandair
Pingdom Check
05/24/2011 | 12:00 AM

Flug Icelandair samkvæmt áætlun í dag

Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins verði samkvæmt áætlun í dag, ef frá eru talin morgunflug til London og til Manchester/ Glasgow. Alls er um að ræða 28 flug til og frá áfangastöðum Icelandair í Evrópu og Bandaríkjunum.

Ljóst er nú þegar að í mörgum tilfellum verður um seinkun á flugi að ræða og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum og á www.icelandair.com www.twitter.com/icelandair www.facebook.com/icelandair

Rétt er að vekja athygli á því að flogið verður samkvæmt áætlun til London síðdegis, auk þess sem aukaflug var farið til og frá London í gærkvöldi.

Icelandair gerir ráð fyrir að flestir farþegar félagsins, sem lent hafa í töfum vegna eldgossins, verði komnir á áfangastað í lok dags með þeim ráðstöfunum sem félagið hefur gert, m.a. að flytja fjölda tengifarþega yfir á flug annarra flugfélaga yfir Atlantshafið og bæta við aukaflugum.