Flug Icelandair til Kína | Icelandair
Pingdom Check
20.04.2020 | 19:30

Flug Icelandair til Kína

Vegna þeirra óvanalegu aðstæðna sem ríkja nú í heiminum, hefur Icelandair tekist á við ný og annars konar verkefni en vani er fyrir í starfseminni.

Eitt slíkt verkefni er flug okkar til Kína, í þeim tilgangi að sækja lækninga- og hjúkrunarvörur fyrir íslenska heilbrigðiskerfið, en þetta leiguflug fór fram í samstarfi við flutningafyrirtækið DB Schenker.

Þrjár ferðir hafa verið flognar til Kína og hver þeirra hefur krafist umfangsmikils undirbúnings. Þetta kemur að hluta til vegna leyfismála en líka vegna þess að verkefnið hefur kallað á samvinnu við Icelandair Cargo, Loftleiðir og íslensk stjórnvöld, auk þess sem ýmsar deildir Icelandair hafa komið að verkefninu.

Alls fór tólf manna áhöfn með hverju flugi. Helmingur áhafnarinnar var á vakt á leiðinni út og hinn helmingurinn tók svo við kyndlinum á heimleiðinni.

Við lok þriðja flugsins, þann 19. apríl síðastliðinn, var floginn sérstakur aukahringur yfir höfuðborgarsvæðið, þar sem flugleið vélarinnar myndaði hjarta yfir Reykjavík. Þetta var gert sem heiðurs- og þakklætisvottur til heilbrigðisstarfsfólks fyrir ómetanlegt starf sitt á tímum faraldursins.

Hér fyrir neðan má sjá myndskeið og myndir úr ferðum Icelandair til Kína.

kina1.jpg

kina3.jpg

kina4.jpg

kina10.jpg

kina11_1.jpg

kina5.jpg 

kina12.png

kina6.jpg

hjartayfirreykjavik.png