Tilkynning um flug vegna leiks Íslands og Englands í Nice 27. júní | Icelandair
Pingdom Check
06/23/2016 | 12:00 AM

Tilkynning um flug vegna leiks Íslands og Englands í Nice 27. júní

Vegna fjölda fyrirspurna hvetur Icelandair þá sem áhuga hafa á ferð á leikinn á EM 2016 gegn Englandi á mánudaginn að nýta áætlunarflug Icelandair til áfangastaða í námunda við Nice og til fjölmargra fleiri áfangastaða í Evrópu með ýmsa tengiflugsmöguleika. Það eru laus sæti til Parísar, Barcelona, Milano, Brussel, London, Amsterdam, Genfar, Kaupmannahafnar og fleiri borga núna um helgina og góðar samgöngur þaðan til Nice.

Allar flugvélar Icelandair eru uppteknar í reglulegu áætlunarflugi félagsins um þessar mundir og því ljóst að ekki er unnt að bjóða upp á stórfellt beint leiguflug vegna leiksins. Því hvetjum við áhugafólk til þess að nýta þá möguleika sem leiðakerfið felur í sér.

Þá er rétt að taka fram að Icelandair mun ekki hafa tök á að bjóða upp á pakkaferðir með aðgöngumiðum, gistingu o.s.frv. í tengslum við þennan leik.

Nánari upplýsingar um áætlunarflugið er hægt að finna á EM2016 síðunni okkar.  Á meðfylgjandi mynd sjást 9 af þeim áfangastöðum sem Icelandair flýgur til núna um helgina og liggja vel við samgöngum til Nice.