Flug Icelandair til Bandaríkjanna
Síðast uppfært: 9. apríl, 2021
Hér er allt sem þú þarft að vita ef þú vilt ferðast með okkur til Bandaríkjanna.
Við minnum á að það er á ábyrgð farþega sjálfra að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins.
Nýjar reglur um COVID-19 sýnatöku
Frá og með 26. janúar 2021 þurfa allir flugfarþegar sem ferðast til Bandaríkjanna að hafa undir höndum neikvæðar niðurstöður úr COVID-19 sýnatöku.
Farþegar þurfa að fara í sýnatöku innan þriggja daga fyrir flugið til Bandaríkjanna og hafa meðferðis gögn (áþreifanleg eða rafræn) um niðurstöður sýnatökunnar til að framvísa starfsfólki flugfélagsins eða hafa vottorð um að þeir hafi náð sér eftir COVID-19. Nánari upplýsingar á heimasíðu Centers for Disease Control and Prevention.
Nýtt form sem þarf að fylla út
Allir farþegar til Bandaríkjanna, sem eru 2 ára og eldri, þurfa að fylla út sérstakt form til að staðfesta að þeir hafi kynnt sér skilyrði varðandi COVID-19 sýnatöku, til þess að fá að inngöngu í flugvélina. Krafa bandarískra yfirvalda er að formið sé fyllt út áður en gengið er um borð í vélina.
Við mælum með því að farþegar sæki formið á netinu og prenti það út. Ef þú hefur ekki tök á að prenta formið út heima, getur þú nálgast útprentuð form á innritunarborðunum í flugstöðinni.