Flug til Bandaríkjanna | Icelandair
Pingdom Check
10.06.2020 | 12:00

Flug Icelandair til Bandaríkjanna

Síðast uppfært: 21. janúar, 2021

Hér er allt sem þú þarft að vita ef þú vilt ferðast með okkur til Bandaríkjanna.

Við minnum á að það er á ábyrgð farþega sjálfra að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins.

Nýjar reglur um COVID-19 sýnatöku 

Frá og með 26. janúar 2021 þurfa allir flugfarþegar sem ferðast til Bandaríkjanna að hafa undir höndum neikvæðar niðurstöður úr COVID-19 sýnatöku.

Farþegar þurfa að fara í sýnatöku innan þriggja daga fyrir flugið til Bandaríkjanna og hafa meðferðis gögn (áþreifanleg eða rafræn) um niðurstöður sýnatökunnar til að framvísa starfsfólki flugfélagsins eða hafa vottorð um að þeir hafi náð sér eftir COVID-19. Nánari upplýsingar á heimasíðu Centers for Disease Control and Prevention

Engin lagaleg krafa er gerð um sýnatöku fyrir þá farþega sem ferðast til Bandaríkjanna fyrir 26. janúar, nema þeir fljúgi frá Bretlandi. Centers for Disease Control and Prevention mæla með því að ferðamenn frá öðrum löndum fari í sýnatöku 1-3 dögum fyrir flug.

Nýjar reglur um upplýsingagjöf

Bandarísk stjórnvöld biðja farþegar á leið til Bandaríkjanna um að láta í té upplýsingarnar í liðunum hér fyrir neðan. Farþegar þurfa ekki að skrá þessar upplýsingar, upplýsingagjöfin er valkvæð. Þú getur skráð þessar upplýsingar, á síðunni Ferðin mín (veldu „APIS/ESTA“ eða „Breyta persónuupplýsingum“, fylltu út alla reiti og skráðu tengilið fyrir neyðartilvik).

  • Fullt nafn
  • Heimilsfang meðan dvölin í Bandaríkjunum stendur yfir (þarf að skrá að minnsta kosti 72 klst. fyrir flugtak)
  • Aðalsímanúmer
  • Varasímanúmer (neyðarnúmer)
  • Netfang