Athugið: Farþegar þurfa ekki lengur að framvísa COVID-19 prófi þegar ferðast er til Bandaríkjanna.
Sum lönd gera kröfu um að farþegar geti sýnt fram á neikvæðar niðurstöður úr COVID-19 sýnatöku áður en gengið er um borð í flugið. Niðurstöðurnar verða jafnframt að vera nýlegar, ýmist að hámarki 72 eða 24 klst. gamlar, í samræmi við reglur hvers lands fyrir sig.
Mikilvægt er að hafa í huga hvers konar COVID-19 próf eru samþykkt á þínum áfangastað. Í sumum löndum gilda aðeins niðurstöður úr PCR-prófum.
PCR-próf
Ef þú þarft að fara í sýnatöku áður en haldið er af stað í ferðalag, er mikilvægt að ganga í málið tímanlega svo að þú sért komin/n með niðurstöður sýnatökunnar í tæka tíð.
Þeir sem vilja fara í sýnatöku í Reykjavík eða á Akureyri, geta skráð sig í hana á travel.covid.is. Þú færð vottorðið sent með tölvupósti þegar það er tilbúið.
Mikilvægt er að ganga úr skugga um það hvort yfirvöld í því landi sem flogið er til samþykkja rafræn vottorð eða hvort farið er fram á prentað vottorð. Niðurstöður sendar með SMS-skeyti teljast ekki gildar.
Þeir sem vilja fara í sýnatöku utan höfuðborgarsvæðisins þurfa að hafa samband við næstu heilsugæslustöð.
Sýnatakan: Þú færð sendan tölvupóst með þeim tíma sem þér hefur verið úthlutað í sýnatöku og strikamerki sem þú þarft að sýna áður en farið er í skimun. Upplýsingar um opnunartíma heilsugæslustöðva fyrir skimun vegna COVID-19.
Nánari upplýsingar má nálgast á covid.is.
Skyndipróf
Ef niðurstöður úr skyndiprófi (e. rapid antigen test) eru teknar gildar á áfangastað þínum, getur þú farið í slíkt próf á Akureyri, í Keflavík eða Reykjavík. Sýni er tekið á staðnum og niðurstöður koma í ljós á 15 - 45 mínútum. Nánari upplýsingar má finna á covid.is.
Hægt er að fara í skyndipróf á eftirfarandi stöðum: