Food and Fun fer af stað | Icelandair
Pingdom Check
02/26/2014 | 12:00 AM

Fréttamannafundur kl 17 í dag vegna opnunar Food and Fun hátíðarinnar

Sigurður Ingi Jóhannsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Elsa Hrafnhildur Yeoman, forseti borgarstjórnar og Birkir Hólm Guðnason. framkvæmdasstjóri Icelandair opna Food and Fun kl. 17.00  í dag á Hilton Reykjavik Nordica.

Nú er hin árlega matarmenningarhátíð Food and Fun að hefjast, en hún setur mikinn svip á borgina næstu daga. Í dag kl.17.00 er haldin blaðamannafundur á Hilton Reykjavik Nordica þar sem hátíðin verður formlega sett. Samtals tekur 31 erlendur matreiðslumeistari þátt í Food and Fun í ár og koma álíka margir frá Bandaríkjunum og Evrópu.  Í viðbót þá eru hér u.þ.b. 15 aðrir erlendir matreiðslumeistarar að fylgjast með viðburðinum. Kokkarnir verða kynntir til sögunnar auk fulltrúa hinna 17 Reykvísku veitingastaða sem bjóða upp á Food and Fun matseðla þessa daga . Þetta er gott tækifæri til myndatöku og allir helstu aðstendendur hennar verða þar einnig til viðtals.

Hátíðin er nú haldin í þrettánda sinn og erlendu gestakokkarnir munu dagana 26. febrúar til 2. mars elda fjögurra rétta máltíðir á helstu veitingastöðunum borgarinnar.  Laugardaginn 1. mars mun fara fram úrslitakeppni í Hörpu um titilinn Food and Fun kokkur ársins og verður þar hinin frægi breski sjónvarpskokkur Ainsley Harriott heiðursdómari. Á sama tíma verður einnig mikill matarmarkaður í Hörpu auk þess sem Búnaðarþing verður sett.

Nánari upplýsingar er að finna á www.foodandfun.is