Fyrsta flug Icelandair til Billund | Icelandair
Pingdom Check
06/01/2011 | 12:00 AM

Fyrsta flug Icelandair til Billund

1. júní fögnuðu flugvallarstarfsmenn á flugvellinum í Billund í Danmörku farþegum og áhöfn í fyrsta áætlunarflugi Icelandair til Jótlands með því að sprauta miklum vatnsboga yfir Boeing 757 þotuna þegar hún renndi sér að flugstöðvarbyggingunni.

Flogið verður þrisvar í viku til Billund í sumar og er mikill áhugi á fluginu hér á landi, í Danmörku og vestan hafs. Ljóst er að í júnímánuði mun EM knattspyrnulandsliða U-21, þar sem Ísland er meðal þátttakenda dregur til sín fjölmarga gesti, en það fer fram á Jótlandi.

"Við erum að stækka leiðakerfi Icelandair töluvert á þessu ári, eins og fram hefur komið og með Billundfluginu og flugi til Gautabprgar sem hefst síðar í mánuðinum fjölgum við áfangastöðum okkar á Norðurlöndunum úr sjö í níu. Við fljúgum til Osló, Bergen, Stavanger og Þrándheims í Noregi, til Kaupmannahafnar og Billund í Danmörku, til Stokkhólms og Gautaborgar í Svíþjóð og Helsinki í Finnlandi", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.