Fyrsta flug Icelandair til Portland í dag | Icelandair
Pingdom Check
05/19/2015 | 12:00 AM

Fyrsta flug Icelandair til Portland í dag

Icelandair hóf í dag áætlunarflug til Portland í Oregonfylki í Bandaríkjunum. Farþegum á fyrsta fluginu var boðið upp á sérbakaða og skreytta tertu á Keflavíkurflugvelli, eins og hefð er fyrir, og þeir Hlynur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Keflavíkurflugvallar og Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair klipptu á borða til að fagna tímamótunum.

Portland er 14. áfangastaður félagsins í Norður-Ameríku og þriðja borgin sem Icelandair flýgur til á því svæði sem gjarnan er kallað Pacific Northwest eða „kyrrahafs-norðvestrið“. Hinar borgirnar eru Seattle og Vancouver. Íbúafjöldi  á Portland svæðinu nemur um 2,3 milljónum en sem ferðamannaborg er hún einkum þekkt fyrir náttúrufegurð og mikinn fjölda sjálfstæðra bjórgerðarhúsa.

Flogið verður til Portland tvisvar í viku, á þriðjudögum og fimmtudögum, til 20 október nk. Alls flýgur Icelandair í ár til 14 áfangastaða í Norður Ameríku og 25 í Evrópu. Auk Portland er Birmingham í Englandi nýr áfangastaður á þessu ári.