Hafsteinn Júlíusson hlutskarpastur í hönnunarsamkeppni | Icelandair
Pingdom Check
11/08/2011 | 12:00 AM

Hafsteinn Júlíusson hlutskarpastur í hönnunarsamkeppni

Hafsteinn Júlíusson fékk í dag afhent einnar milljón króna verðlaun fyrir sigur í hönnunarsamkeppni Icelandair og Hönnunarmiðstöðvar Íslands. Verkefnið sem lagt var fyrir fjölmarga þátttakendur í opinni keppninni var að "bæta og styrkja matarupplifun farþega Icelandair með nýju útliti og umbúðum og felst í því að hanna nýjar matarumbúðir fyrir kalda rétti sem boðnir eru farþegum Icelandair á economy comfort og economy class farþegarýmum".

Dómnefnd sagði um vinningstillöguna að hún væri vel unnin og tengdi Icelandair á skemmtilegan hátt við íslenska náttúru með fjörugu myndmáli.

Fjöldi ólíkra tillagna barst í keppninni og fengu þau Guðni Valberg, Hallgerður Hallgrímsdóttir og Laufey Jónsdóttir sem urðu í öðru sæti 300.000 kr. gjafabréf frá Icelandair og Hafdís Sunna Hermannsdóttir í þriðja sæti fékk 100.000 kr. gjafabréf frá Icelandair í verðlaun. Unnið verður með sigurvegaranum Hafsteini að nánari útfærslu hugmyndar hans.

Samkeppnin er liður í því þjónustumarkmiði Icelandair að auka gæði upplifunar farþega sinna, en góðar og vel hannaðar umbúðir auka ánægju af máltíð um borð.

Á myndinni hér fyrir ofan eru Hafsteinn og Rannveig Eir Einarsdóttir, forstöðumaður flugþjónustudeildar Icelandair, sem afhenti viðurkenninguna í dag.