Hjartaheill færir Vildarbörnum erlenda smámynt
Hjartaheill, landssamtök hjartasjúklinga afhentu nýlega Vildarbörnum Icelandair átta fullar fötur af erlendri smámynt úr söfnunarbaukum sínum.
Hjartaheill, sem berst fyrir hagsmunamálum hjartasjúklinga með margvíslegri starfsemi, telur erlendu smámyntinni vel fyrir komið hjá Vildarbörnum Icelandair. Sjóðurinn Vildarbörn er einmitt fjármagnaður með söfnun myntar um borð í vélum Icelandair og auk þess m.a. með beinu fjárframlagi Icelandair og frjálsum framlögum félaga í Vildarklúbbi Icelandair. Markmið sjóðsins Vildarbörn er að gefa langveikum börnum, foreldrum þeirra og systkinum, tækifæri til þess að fara í draumaferð sem þau ættu annars ekki kost á. Alls hafa rúmlega 300 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans.
Aðilar á mynd eru frá vinstri frá Hjartaheill, Guðmundur Bjarnason, formaður, Dóra Elín Atladóttir, forstöðumaður Vildarbarna Icelandair, Guðrún Franzdóttir, Ásgeir Þór Árnason, framkvæmdastjóri, Kristján Smith, Sveinn Guðmundsson, varaformaður og Rúrik Kristjánsson.