Pingdom Check
09/01/2020 | 12:00 PM

Hjólreiðaferð Chris Burkards yfir Ísland

Það er óhætt að kalla ljósmyndarann og ævintýramanninn Chris Burkard Íslandsvin. Hann er orðinn fastagestur hér á landi og hefur verið iðinn við að ljósmynda íslenska náttúru. Og við erum full aðdáunar yfir því krefjandi verkefni sem Chris og föruneyti settu sér - þau hjóluðu þvert yfir hálendi Íslands og lögðu að baki 975 km leið frá Dalatanga og vestur að Látrabjargi.

Á átta og hálfum degi fóru Chris og hjólreiðahópurinn hans yfir torfærur af öllu tagi, yfir jökla, yfir kalda eyðisanda, og yfir ótal ár. Ferðalagið var heilt ár í undirbúningi og Icelandair er stolt yfir því að hafa lagt ferðalöngunum lið.

Við óskum Chris, Adam, Emily og Eric til hamingju með glæsilega frammistöðu og þökkum fyrir þær svipmiklu myndir af hálendinu sem ferðalangarnir hafa deilt með okkur!

Hægt er að skoða kort yfir leið hópsins og svo má finna nánari upplýsingar um ferðalagið á Strava-síðunni hans Chris. Myndirnar eru fengnar af Instagram-reikningnum Jordan Rosen Photography

Kort af Íslandi, með leiðina merkta mitt í gegnum landið, frá Dalatanga í austri til Látrabjargs í vestri.

 Fjórir hjólreiðakappar á svörtum sandi, með fjöll í bakgrunni. Einn er í forgrunni og hinir þrír í bakgrunni.

 Séð niður í Mjóafjörð á Austurlandi, hjólreiðakappar að hjóla upp brattann.

 Séð úr lofti, grýtt landslag og mjór vegur fer úr efra hægra horni myndar í neðra vinstra horn, tveir hjólreiðakappar á honum miðjum.

Maður klæddur svörtu stendur á grynningu í miðri straumharðri á með hjól á bakinu.

Loftmynd af jökulá og hjólreiðakappa í miðri á.

 Fjórir hjólreiðakappar á jökulárbrú á hálendi Íslands.

Fjórir hjólreiðakappar á grýttu snæviþöktu landi.

Fjórir hjólreiðakappar á malbikuðum vegi sem gengur þvert yfir vatn.

Fjórir hjólreiðakappar í brattri skriðu á leið að Látrabjargi.

Fjórir hjólreiðakappar stilltir upp við strandað og ryðgað skip, BA 64. Í bakgrunni sjór, himinn og fjall.