Hönnunarkeppni um nýjar matarumbúðir hjá Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
08/10/2011 | 12:00 AM

Hönnunarkeppni um nýjar matarumbúðir hjá Icelandair

Skilafrestur rennur út 15. september

Fyrr í sumar hófst keppni um hönnun á nýjum matarumbúðum fyrir Icelandair sem Icelandair og Hönnunarmiðstöð Íslands standa fyrir.

Verkefnið felst í að hanna nýjar matarumbúðir fyrir kalda rétti sem boðnir eru farþegum Icelandair á Economy Comfort og Economy Class farþegarýmum. Markmiðið er að bæta og styrkja matarupplifun farþega Icelandair með nýju útliti og umbúðum.

Hönnunarsamkeppnin er öllum opin.

Nú líður brátt að því að keppninni ljúki. Tillögum skal skila í lokuðu umslagi merktu Icelandair-samkeppni auk dulnefnis í Hönnunarmiðstöð Íslands, Vonarstræti 4b, 101 Reykjavík, fyrir kl. 12.00, fimmtudaginn 15. september 2011. Í umslaginu skal vera annað lokað umslag merkt dulnefni en inni í því þarf rétt nafn hönnuðar, heimilisfang og sími að koma fram.

Tillögum skal skila útprentuðum á A4 blaði í lit (hámark 5 síður). Tillögur skulu einnig fylgja með á pdf-formati á diski.

Verðlaunahafi hlýtur að launum 1.000.000 kr. Auk þess verður gerður samningur við vinningshafa um nánari útfærslu hugmyndarinnar.

Önnur verðlaun eru gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 300.000 kr.
og þriðju verðlaun eru Gjafabréf frá Icelandair að verðmæti 100.000 kr.

Sérstök dómnefnd fer yfir inn komnar tillögur og úrslit samkeppninnar verð kynnt í lok september um leið og sýning á völdum tillögum fer fram.