Icelandair einnig stundvísasta Evrópuflugfélagið í október | Icelandair
Pingdom Check
11/28/2012 | 12:00 AM

Icelandair einnig stundvísasta Evrópuflugfélagið í október

Icelandair var stundvísast allra evrópskra flugfélaga sem eru í AEA, Evrópusambandi flugfélaga, í alþjóðaflugi í október, annan mánuðinn í röð.

Icelandair var stundvísast allra í langflugi, þ.e. flugi á lengri flugleiðum, í októbermánuði, með 94,5% stundvísi. Icelandair er einnig í efsta sæti í flugi á styttri og meðallöngum flugleiðum með 92,8% stundvísi. Samanlagt er stundvísin því 93,3% og er félagið númer eitt af 25 alþjóðlegum flugfélögum í þessari mælingu.

Þá  er Icelandair ennfremur í efsta sæti í langflugi það sem af er á árinu 2012 með 91,1% stundvísi.

Icelandair var einnig efst í þessum samanburði í septembemánuði.
Evrópusamband flugfélaga (AEA) birtir reglulega gögn um stundvísi flugfélaga innan sinna raða.