Icelandair fellir niður allt flug til St. Pétursborgar í Rússlandi í júní
Icelandair hefur tilkynnt að ekki verði af beinu áætlunarflugi félagsins til St. Pétursborgar í Rússlandi í júní í sumar. Flugið átti að vera tvisvar í viku og hefjast í byrjun mánaðarins. Gert er ráð fyrir að flogið verði ti log frá borginni í júlí og ágúst samkvæmt áætlun. Áætlunarflug Icelandair frá St. Pétursborg hófst í fyrrasumar.
“Við þurfum við að endurskoða ýmsa þætti í starfseminni í ljósi þeirrar óvissu sem verkfallsaðgerðir gegn Icelandair skapa um þessar mundir. Þar á meðal að reyna með fyrirvara að létta á áætlun sumarsins og minnka þörf á yfirvinnu”, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.
Öllum farþegum sem voru bókaðir í flug til og frá St. Pétursborg með Icelandair í júní verður boðið upp á endurbókanir eftir öðrum leiðum.