Icelandair fellir niður flug í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum | Icelandair
Pingdom Check
05/22/2011 | 12:00 AM

Icelandair fellir niður flug í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum


Icelandair fellir niður flug í dag vegna eldgossins í Grímsvötnum.

Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins frá Frankfurt, Amsterdam, París, London, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Osló, Helsinki, Bergen/Stavanger síðdegis í dag, 22. maí, verður fellt niður. Öskufallið frá eldgosinu í Grímsvötnum hefur lokað fyrir flugumferð um Keflavíkurflugvöll.

Á þessu stigi er gert ráð fyrir að Keflavíkurflugvöllur verði lokaður í allan dag vegna áhrifa eldgossins og því hefur flug Icelandair síðdegis og í kvöld til og frá Kaupmannahöfn (2 flug), London, Stokkhólmi, Osló, Washington, Toronto, New York og Boston einnig verið fellt niður.

Icelandair vinnur nú að því að upplýsa viðskiptavini um stöðuna og aðstoða vegna breytinga á ferðatilhögun þeirra, m.a. með því að bóka þá sem eru í tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku með öðrum flugfélögum.

Sérstök athygli er vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum. Þjónustuver Icelandair ( s. 5050100)  er einnig opið frá kl 09.00.