Icelandair fellir niður flug í fyrramálið vegna eldgossins í Grímsvötnum | Icelandair
Pingdom Check
05/22/2011 | 12:00 AM

Icelandair fellir niður flug í fyrramálið vegna eldgossins í Grímsvötnum

Icelandair fellir niður flug í fyrramálið vegna eldgossins í Grímsvötnum

Icelandair hefur tilkynnt að allt flug félagsins til Evrópuborga í fyrramálið, mánudagsmorgun 23. maí, verður fellt niður vegna öskufalls frá eldgosinu í Grímsvötnum, sem hefur lokað fyrir flugumferð um Keflavíkurflugvöll. Um er að ræða flug til Frankfurt, Parísar, Amsterdam, London, Manchester/Glasgow, Kaupmannahafnar, Osló, Bergen/Þrándheims, Stokkhólms og Helsinki.

Áður hafði Icelandair aflýst öllu flugi síðdegis í dag.

Alls eru um sex þúsund farþegar bókaðir á þau flug sem felld hafa verið niður á þessum sólarhring.

Icelandair vinnur nú að því að upplýsa viðskiptavini um stöðuna og aðstoða vegna breytinga á ferðatilhögun þeirra, m.a. með því að bóka þá sem eru í tengiflugi milli Evrópu og Norður-Ameríku með öðrum flugfélögum.

Sérstök athygli er vakin á því að breytingar geta orðið með stuttum fyrirvara og eru farþegar hvattir til þess að fylgjast vel með fréttum og komu- og brottfarartímum á textavarpi og vefmiðlum. Þjónustuver Icelandair ( s. 5050100)  er einnig opið fram á kvöld.