Icelandair flytur flug síðdegis frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar | Icelandair
Pingdom Check
04/26/2010 | 12:00 AM

Icelandair flytur flug síðdegis frá Akureyri til Keflavíkurflugvallar

Icelandair hefur tilkynnt að flug félagsins til og frá Glasgow í Skotlandi, þar sem tengistöð félagsins er staðsett, mun verða flutt frá Akureyri til Keflavíkur eftir hádegi í dag.

Komur frá Glasgow klukkan 18:00, 19:05 og 19:20 verða til Keflavíkurflugvallar.

Brottfarir fyrir hádegi, klukkan 09:10 og 12:00 verða frá Akureyri en brottför klukkan 21:00 verður frá Keflavíkurflugvelli.

Miðað við nýjustu spár verða þrjár ferðir til Glasgow á þriðjudag allar frá Keflavíkurflugvelli og sömuleiðis brottför til Orlando á þriðjudag frá Keflavíkurflugvelli.

Enn er rétt að hvetja fólk til þess að fylgjast vel með fréttum, og komu og brottfarartímum, því breytingar geta orðið með skömmum fyrirvara.