Icelandair hefur áætlunarflug til Birmingham í febrúar 2015
Icelandair mun hefja áætlunarflug til og frá Birmingham í Bretlandi í febrúar 2015. Birmingham verður fimmti áfangastaður Icelandair í Bretlandi og bætist í hóp London Heathrow, London Gatwick, Manchester og Glasgow. Flogið verður tvisvar í viku, á fimmtudögum og mánudögum frá 5. febrúar 2015. Sala er þegar hafin.
“Birmingham er stórt markaðssvæði á milli Manchester og London og ferðamenn þaðan nota alþjóðaflugvöllinn þar mikið. Við höfum unnið að undirbúningi flugsins undanfarið ár og ætlum að sækja ferðamenn til Íslands inn á þennan markað, og einnig farþega sem fara um Keflavíkurflugvöll milli áfangastaða okkar í Norður-Ameríku annars vegar og Bretlandi hins vegar, og styrkja þannig leiðakerfi Icelandair á Norður-Atlantshafinu”, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.
(Myndirnar eru frá Birminghamflugvelli)