Icelandair hefur að nýju flug til London | Icelandair
Pingdom Check
04.06.2020 | 15:45

Flug Icelandair til London

Síðast uppfært: 21. janúar, 2021

Heimsborgin yndislega, London, er þér kunnugleg hvort sem þú hefur heimsótt hana eða ekki. Ferðamaður sem kemst í snertingu við þetta litríka mannhaf hverfur á vit ævintýranna. Hér ræður fjölbreytnin ríkjum. Hverfi á borð við Covent Garden, Westminster, Soho og Notting Hill, eru hvert og eitt menningarheimur út af fyrir sig.

Hér er allt sem þú þarft að vita ef þú vilt ferðast með okkur til London.

Við minnum á að það er á ábyrgð farþega sjálfra að tryggja að þeir hafi viðeigandi skjöl meðferðis og uppfylli kröfur áfangastaðarins varðandi komu til landsins.

Nýjar reglur fyrir ferðamenn

Frá og með 18. janúar 2021, þurfa allir þeir sem ferðast til Bretlands í flugi að hafa undir höndum neikvæðar niðurstöður úr COVID-19 sýnatöku, sem eru ekki meira en 72 klst. gamlar, til þess að fá inngöngu í vélina. Börn undir 11 ára aldri eru undanþegin þessum reglum.

Hafið í huga að niðurstöðurnar úr sýnatökunni verða að vera í samræmi við kröfur stjórnvalda.

Nánari upplýsingar frá stjórnvöldum í Bretlandi.