Pingdom Check
06/04/2020 | 3:45 PM

Icelandair hefur að nýju flug til London og Glasgow

Ferðalög eru okkur hjartans mál - flugleiðir okkar mynda tengingar milli fólks og staða og nú opnast aftur fyrir tengslin við London og Glasgow.

Bóka

London og Glasgow

Heimsborgin yndislega, London, er þér kunnugleg hvort sem þú hefur heimsótt hana eða ekki. Ferðamaður sem kemst í snertingu við þetta litríka mannhaf hverfur á vit ævintýranna. Hér ræður fjölbreytnin ríkjum. Hverfi á borð við Covent Garden, Westminster, Soho og Notting Hill, eru hvert og eitt menningarheimur út af fyrir sig.

Og svo er það Glasgow. Höfuðstaður Skota er víða fagur á að líta og andi Viktoríutímabilsins svífur yfir vötnum. Kráarölt er augljós valkostur í heimalandi viskísins. Og fjallvönum Íslendingum verður ekki skotaskuld úr huggulegri ferð um hálöndin.

Hér er allt sem þú þarft að vita ef þú vilt ferðast með okkur til London eða Glasgow.