Pingdom Check
06/04/2020 | 1:12 PM

Icelandair hefur að nýju flug til Oslóar

Ferðalög eru okkur hjartans mál - flugleiðir okkar mynda tengingar milli fólks og staða og nú opnast aftur fyrir tengslin við Osló.

Bóka

Osló

Stundum er talað um Osló sem stærsta sveitaþorp í heimi. Þetta virðist nokkuð hæpið þegar rætt er um borg sem er jafn ríkulega hlaðin háhýsum, listasöfnum og alþjóðlegu menningarlífi og höfuðborg Noregs. Sveitaþorpshugmyndin er þó ekki alveg út úr kú, byggðin er misþétt, hér er mikið af stórum, huggulegum almenningsgörðum og tilkomumikil fjöll í nágrenni borgarinnar.

Hér er allt sem þú þarft að vita ef þú vilt ferðast með okkur til Oslóar.