Icelandair hefur samstarf við airBaltic | Icelandair
Pingdom Check
07/13/2020 | 10:45 AM

Icelandair hefur samstarf við airBaltic

Við lifum á óvissutímum og flugsamgöngur hafa tekið miklum breytingum. En við hjá Icelandair lítum fram á veginn og erum viðbúin því að mæta aukinni eftirspurn eftir spennandi áfangastöðum, eftir því sem ferðahugur landsmanna færist í aukana. Því er okkur mikil ánægja að tilkynna um samstarf Icelandair við flugfélagið airBaltic.

Nýja samkomulagið gerir farþegum kleift að ferðast á einum miða (einu flugnúmeri) innan leiðakerfis beggja flugfélaga: Farþegar Icelandair geta ferðast til áfangastaða airBaltic í austurhluta Evrópu, og farþegar airBaltic njóta góðs af flugleiðum Icelandair til Norður-Ameríku.

Ferðastu lengra

airBaltic hefur höfuðstöðvar í Ríga, Lettlandi, og er leiðandi flugfélag í Eystrasaltslöndunum. Í samstarfi við airBaltic, mun Icelandair bjóða upp á beint flug frá Keflavík til Ríga, og þaðan áfram til Tallinn, Vilníus, Palanga, Varsjár, Prag og Búdapest. Við munu einnig bjóða upp á ferðir frá Keflavík til Ríga gegnum Kaupmannahöfn, Osló, Helsinki og Stokkhólm.

Viðskiptavinir airBaltic njóta góðs af sérþekkingu Icelandair á sviði flugferða yfir Atlantshafið. Þeir geta keypt flugmiða frá Ríga til Keflavíkur og þaðan áfram til fjölda áfangastaða í Bandaríkjunum. Á leiðinni gefst þeim svo kostur á að stoppa við á Íslandi í nokkra daga.

Nýju samningarnir einfalda ferðalagið fyrir viðskiptavini beggja flugfélaga. Aðeins þarf að gera eina bókun, innrita sig einu sinni í flug, innrita farangurinn einu sinni á brottfararstað og ná í hann á lokaáfangastað. Auk þess verður flugáætlun beggja félaga samhæfð.

Við hlökkum til að hefja ferðir til þessara nýju áfangastaða og vonumst til þess að sjá þig um borð.