Pingdom Check
12/14/2022 | 10:00 AM

Jólaauglýsing Icelandair

Jólaauglýsingin okkar byggir á sönnum atburðum. Við fylgjumst með tveimur æviskeiðum manns: fyrst sem úrræðagóðs drengs og síðan á fullorðinsaldri í hlutverki flugstjóra.

Sagan

Jólaauglýsingin hefst á aðfangadag jóla, þar sem ungur drengur fær skauta í jólagjöf. Við fylgjumst með drengnum nýta hugmyndaauðgi til að ná ætlunarverki sínu  – moka snjó til að komast út úr húsi og hreinsa skautasvellið af snjó svo hann geti skautað með vinum á jóladag.  

Næst er stokkið fram í tímann og ungi drengurinn er nú flugstjóri. Það eru nokkrir dagar til jóla og hann er að undirbúa flugtak frá Schipol-flugvellinum í Amsterdam. Um borð eru farþegar sem bíða með óþreyju eftir að hitta vini og fjölskyldu. Veðrið er þó búið að vera slæmt og flugi almennt aflýst. 

Flugstjórinn tekur málin því í sínar hendur og grípur aftur í skófluna – mokar flugvél Icelandair lausa. Með útsjónarsemina að vopni getur flugvél Icelandair tekið á loft og komið farþegum heim fyrir jól. 

Auglýsingin segir sögu af seiglu og hugvitssemi við erfiðar aðstæður.  Með auglýsingunni viljum við óska ykkur gleðilegra jóla, með von um að hátíðirnar færi ykkur gleði og góðar samverustundir með ykkar nánustu.