Icelandair og Íslenska auglýsingastofan endurnýja samstarf | Icelandair
Pingdom Check
11/21/2012 | 12:00 AM

Icelandair og Íslenska auglýsingastofan endurnýja samstarf

Samningurinn tekur til markaðsstarf hér á íslenska markaðinum, en ekki síður til hins umfangsmikla markaðs- og auglýsingastarfs Icelandair á erlendum neytendamörkuðum í Evrópu, Norður-Ameríku og ýmsum fjarlægari löndum.

„Icelandair er eitt öflugasta markaðsfyrirtæki landsins,“ segir Hjalti Jónsson, framkvæmdastjóri Íslensku. „Sterk sýn á markaðsmál, stefnumótun og skýr markmiðasetning hefur gert það að verkum að samstarf okkar við Icelandair hefur verið mjög farsælt og skapandi.“

„Árangur Icelandair í krefjandi umhverfi síðust ára hefur verið mjög góður,“ segir Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri og sölu- og markaðssviðs Icelandair. „Þar hefur öflugt starfsfólk og markvisst markaðsstarf á öllum mörkuðum fyrirtækisins gegnt veigamiklu hlutverki. Stærð, þekking og reynsla Íslensku hefur verið okkur mikilvæg í þeirri sókn og uppbyggingu sem hefur átt sér stað hjá félaginu undanfarin ár.“