Icelandair stundvísast Evrópskra flugfélaga á millilandaflugleiðum | Icelandair
Pingdom Check
03/22/2012 | 12:00 AM

Icelandair stundvísast Evrópskra flugfélaga á millilandaflugleiðum

Icelandair var stundvísast allra evrópskra flugfélaga sem eru í AEA, Evrópusambandi flugfélaga, í alþjóðaflugi í febrúarmánuði, með 90,6% stundvísi. Í tveimur undirflokkum, þ.e. í flugi á styttri og meðallöngum flugleiðum, og í flugi á lengri leiðum, varð Icelandair annars vegar í fyrsta sæti af 25 alþjóðlegum flugfélögum með 91,3% stundvísi og hinsvegar í öðru sæti með 88,9% stundvísi.

Evrópusamband flugfélaga (AEA) birtir reglulega gögn um stundvísi flugfélaga innan sinna raða.

"Við leggjum mikla  áherslu á stundvísi í þjónustu Icelandair og þessi samanburður við öll helstu flugfélög álfunnar staðfestir að við erum í fremstu röð á þessu sviði. Það gekk vel í febrúar þrátt fyrir fjölbreytileg veðurskilyrði og þess vegna fórum við á toppinn að þessu sinni“, segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.