Icelandair stunvísast Evrópuflugið í maí 2012 á lengri leiðum | Icelandair
Pingdom Check
06/29/2012 | 12:00 AM

Icelandair stundvísasta Evrópuflugfélagið í flugi á lengri leiðum

Icelandair var stundvísast allra evrópskra flugfélaga sem eru í AEA, Evrópusambandi flugfélaga, í langflugi, þ.e. flugi á lengri flugleiðum, í maímánuði, með 91,1% stundvísi. Icelandair er einnig í efsta sæti þegar litið er til fimm fyrstu mánaða ársins, frá janúar til maí, með 89,9% stundvísi.

Í öllu alþjóðaflugi, þegar flug á styttri og meðallöngum flugleiðum sem Icelandair flýgur ekki, er talið með, er Icelandair í fimmta sæti af 25 alþjóðlegum flugfélögum með 89,9% stundvísi það sem af er árinu. Evrópusamband flugfélaga (AEA) birtir reglulega gögn um stundvísi flugfélaga innan sinna raða.

"Góð stundvísi er lykilatriði í þjónustu Icelandair og það er ánægjulegt að fá staðfestingu á því að stöndum framarlega á þessu sviði í samanburði við helstu flugfélög Evrópu. Ekki síst þar sem við höfum stækkað leiðakerfi og tengistöð okkar á Keflavíkurflugvelli mikið að undanförnu og flugvélar okkar fara í loftið um 400 sinnum á viku um þessar mundir", segir Birkir Hólm Guðnason, framkvæmdastjóri Icelandair.