Icelandair tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna | Icelandair
Pingdom Check
02/25/2009 | 12:00 AM

Icelandair tilnefnt til Íslensku auglýsingaverðlaunanna

Icelandair tilnefnt í þremur flokkum til Íslensku auglýsingaverðlaunanna

Auglýsingaherferðin "Það var svona sem við hugsuðum það" er tilnefnd í flokki auglýsingaherferða, en herferðin samanstóð af sjónvarps- og útvarpsauglýsingum, blaða- og tímaritaauglýsingum sem og vefborðum og sérstaklega gerðum vef sem var hannaður til að styðja við herferðina og kynna þjónustubreytingar Icelandair nánar.

Einnig voru stakar auglýsingar úr herferðinni tilnefndar. Þannig fengu auglýsingar úr herferðinni tilnefningar í flokki tímaritaauglýsinga og sjónvarpsauglýsinga.

Lögð var áhersla á heimilislegt andrúmsloft, betri og þægilegri sæti og nýtt afþreyingarkerfi þar sem hver farþegir getur stjórnað því sjálfur hvernig tímanum um borð er varið.

"Það var svona sem við hugsuðum það" var unnin af Íslensku Auglýsingastofunni í samstarfi við markaðsdeild Icelandair, en það er ÍMARK sem veitir verðlaunin í samstarfi við SÍA, FÍT, Orðspor og Félag kvikmyndagerðarmanna og eru þau veitt í 14 aðskildum flokkum.