Icelandair verður með hópferðir á landsleikinn í Króatíu | Icelandair
Pingdom Check
10/21/2013 | 12:00 AM

Icelandair verður með hópferðir á landsleikinn í Króatíu

Icelandair mun bjóða upp á hópferðir til Zagreb í Króatíu á landsleik Íslands og Króatíu sem fer fram 19. nóvember næstkomandi. Í boði verða tvennskonar ferðir; annars vegar þriggja nátta ferðir þar sem farið verður út með sömu flugvél og landsliðið kl. 13:30 sunnudaginn 17. nóvember, og komið til baka að leik loknum miðvikudag 20. nóvember, og hinsvegar styttri ferðir þar sem farið er út að morgni leikdagsins og komið heim daginn eftir leik.

Icelandair hefur borist fjöldi fyrirspurna um ferð á leikinn og virðist mikill áhugi á að styðja við landsliðið og jafnframt kynnast mannlífinu í höfuðborg Króatíu. Flug til Zagreb frá Íslandi tekur rúmar fjórar klukkustundir. Innifalið verður flug og skattar, hótelgisting, ferðir til og frá flugvelli og miði á leikinn.

Sala hefst á icelandair.is á næstu dögum og þá verða kynnt verð og nánari ferðalýsingar.