Skjálftavirkni á Reykjanesskaga | Icelandair
Pingdom Check
02/10/2024 | 3:00 PM

Eldvirkni á Reykjanesskaga

Uppfært: 10. febrúar

Engin merki eru um virkni í eldgosinu á Reykjanesskaga eins og stendur og það hefur engin áhrif á flugsamgöngur og öll okkar flug eru á áætlun.

Óskað hefur verið eftir því að íbúar og fyrirtæki á svæðinu dragi úr heitavatnsnotkun eftir fremsta megni og má því vænta þess að kaldara verði á Keflavíkurflugvelli en gengur og gerist. Til þægindaauka mælum við með því að farþegar klæðist hlýjum fatnaði og hafi yfirhöfn við höndina.

Við erum í nánu samstarfi við yfirvöld og upplýsum farþega okkar ef einhverjar breytingar verða í gegnum þær samskiptaleiðir sem skráðar eru í bókun (þú getur uppfært þær í Bókunin mín).

Öryggi farþega og starfsfólks okkar er ávallt í fyrsta sæti og allar ákvarðanir verða teknar með það að leiðarljósi. Við fylgjumst náið með stöðu mála og upplýsum farþega okkar tímanlega ef einhverjar breytingar verða á flugáætlun vegna eldgossins.

Frekari upplýsingar er að finna á upplýsingavef Almannavarna.