Eins árs afmæli kolefnisreiknivélar Icelandair | Icelandair
Pingdom Check
10/05/2020 | 10:00 AM

Eins árs afmæli kolefnisreiknivélar Icelandair

Í síðustu viku héldum við upp á eins árs afmæli kolefnisreiknivélar Icelandair Group, sem aðstoðar farþega við að kolefnisjafna flugið sitt.

Á þessari stundu eru ferðalög með allt öðru sniði en fyrir 12 mánuðum síðan, en við höfum hvergi hvikað frá því markmiði okkar að lágmarka þau umhverfisáhrif sem hljótast af flugi. Hér má fræðast nánar um stefnu okkar í umhverfismálum.

Samvinna um kolefnisjöfnun

Mynd af manni sem beinir bakka af hríslum í átt að myndavélinni.Einar, teymisstjóri sjálfboðaliðanna við Úlfljótsvatn, heldur á hríslum til gróðursetningar.

Í september 2019, hleyptu Icelandair og Air Iceland Connect af stokkunum reiknivél sem hjálpar farþegum við að kolefnisjafna flugið sitt. Kolefnisreiknivélin auðveldar viðskiptavinum að reikna út kolefnisfótsporið sem hlýst af fluginu þeirra og hversu hátt framlag þarf til að kolefnisjafna það.

Kolefnisjöfnunin er samvinnuverkefni, þar sem Klappir, grænar lausnir leggja til umsýslukerfið og Kolviður notar framlag farþega til að gróðursetja tré.

Tölulegar upplýsingar

 Manneskja að gróðursetja tré með gróðursetningartækinu pottiputki.Undratækið pottiputki er þarfaþing við gróðursetningu.

2019: Gróðursett voru u.þ.b. 5.500 tré fyrir framlög farþega fyrstu þrjá mánuðina sem kolefnisjöfnunin stóð til boða, eða fram til loka árs 2019.

2020: COVID-19 faraldurinn hefur gjörbreytt ferðaháttum og mun færri fljúga nú en áður. Frá janúar fram í ágúst 2020, voru framlög farþega notuð til að gróðursetja 5.100 tré. Það magn koltvísýrings sem framlög farþega hafa til þessa kolefnisjafnað, jafngildir 500tCO2 (tonnum af koltvísýrings-jafngildi).

Einstaklingur í litríkum fötum að gróðursetja plöntur í móa.Gróðursetning við Úlfljótsvatn.

Skógrækt við Úlfljótsvatn

Gróðursetning á vegum Kolviðar fer fram frá maí og fram í október. Á fögrum haustdegi fyrir skömmu gerðu nokkrir starfsmenn Icelandair sér ferð til Úlfljótsvatns, til þess að kanna framgang verkefnisins.

Nærmynd af hreindýramosa, grámosa, grasi og hríslu

Landið er í sameiginlegri eigu Skógræktarfélags Íslands og skátahreyfingarinnar. Vinnan við gróðursetninguna kemur í hlut sjálfboðaliða á vegum Erasmus-áætlunarinnar, ásamt starfsmanna á vegum Skógræktarfélags Íslands og fleiri aðila. Á árinu 2020 verða 100 hektarar þessa lands lagðir undir skógrækt. Trjárækt er þolinmæðisverk í íslensku loftslagi, en áhrifin skila sér hægt og bítandi út í vistkerfið.

Mynd af konu í köflóttri skyrtu með tvo bakka af hríslumAllt til reiðu fyrir gróðursetningu (það kemur ekki að sök að ganga með skordýranet).

Verkefnið er ótrúlega vel skipulagt – sérstakur hugbúnaður heldur utan um allt ferlið og geymir gögn um staðsetningu og fjölda þeirra trjáa sem hafa verið gróðursett. Hópur sérfræðinga velur af kostgæfni þær trjátegundir sem þykja henta best á hverjum stað. Ekki ná allir kvistir að vaxa og dafna og því er gróðursett aukalega til þess að bæta upp fyrir þessi afföll. Viðmiðið er að það séu 2500 lifandi tré á hverjum hektara lands, en trén hafa síðan allt að 60 ár til þess að draga til sín það magn koltvísýrings sem gert er ráð fyrir.

Mynd tekin úr lofti af beru landslagi og manneskju við gróðusetninguEinn daginn mun skógur prýða þetta land, að hluta til vegna framlags farþega Icelandair.

Hver meðlimur í gróðursetningarteyminu notar app til þess að skrá vinnu sína, en hátæknin dugir skammt þegar að kemur að mikilvægasta þætti vinnunnar. Uppáhaldsáhald starfsmannanna er sérstakt gróðursetningartæki sem hannað er í Finnlandi, pottiputki, en það léttir álagi af baki verkamannanna og leggur þess í stað meira álag á fæturna við gróðursetninguna.

Allar myndir eftir Hörð Ásbjörnsson.