Pingdom Check
05/25/2022 | 1:00 PM

LEGO leggur upp í langferð

Árið 2021 héldum við upp á 10 ár af flugi til Billund í Danmörku. Þessi danski smábær er kannski hvað þekktastur fyrir það að vera fæðingarstaður LEGO-kubbana, sem börn (og foreldrar) um allan heim þekkja vel. Af þessu tilefni fengum við tvo unga menn, þá Brynjar Karl og Mikael Þór, til þess að byggja heila Boeing-þotu í Iitunum okkar – úr LEGO-kubbum. Brynjar, sem er einhverfur, er þrátt fyrir ungan aldur reyndur í að finna lausnir úr LEGO-kubbum og því lá beint við að fá hann til verksins. 

Þetta risastóra verkefni tók vinina næstum því heilt ár enda þótt byggingarefnið sé smátt í sniðum. Þeir Mikael og Brynjar notuðu um 25.000 marglita kubba til þess að byggja vélina og þetta verkfræðiundur stendur svo sannarlega fyrir íslenska andann.

Nú leggur LEGO-vélin upp í sína fyrstu ferð og lendir í Kaupmannahöfn sumarið 2022. 

Þetta verkefni sýnir og sannar hvernig jafnvel smæstu hlutir geta orðið að einhverju risastóru.

Icelandair plane made from LEGO bricks, with Icelandair livery and pink tail stripe