Nú geturðu notað hvaða Vildarpunktaupphæð sem er til að bóka hótel eða bílaleigubíl. | Icelandair
Pingdom Check
02/11/2020 | 3:00 PM

Með Vildarpunktum nærð þú lengra

Nú geturðu fengið enn meira fyrir Vildarpunktana þína. Þökk sé samstarfi Icelandair við bókunarkerfið Voyage, geturðu notað hvaða punktaupphæð sem er til að bóka hótel eða bílaleigubíl. 

Glaðleg kona með sólgleraugu situr í blæjubíl, brosir móti sólu og er með báðar hendur á stýri

Við getum aðstoðað þig við að finna gistingu fyrir næsta ferðalag. Með Icelandair hótelleitinni, á vegum Voyage, geturðu orðið þér úti um gistingu um allan heim, hvort sem þú ert að leita að hóteli, farfuglaheimili eða íbúð. Hægt er að raða leitarniðurstöðum eftir tegund gistingar, einkunn notenda, verði eða Vildarpunktaupphæð. Umsagnir og meðmæli auðvelda þér valið. Þegar þú ert búin/n að finna gistingu, skaltu ekki gleyma að nota Vildarpunkta þína – þú hefur ekki safnað þeim að ástæðulausu.

Bóka hótel

Ef þú sérð fram á að þurfa bíl, er ekki vitlaust að skoða framboðið á bílaleigum í Voyage leitarvélinni. Þar getur þú leigt bíla frá vel þekktum alþjóðlegum fyrirtækjum eða frá bílaleigum heimamanna. Það er nýjung að aðilar í Saga Club geti bókað bílaleigubíla á erlendri grundu með Vildarpunktum. Með þessari nýju þjónustu hefur þú aðgang að fleiri en 1.500 bílaleigufyrirtækjum um allan heim.

Bóka bíl

Stærsti kosturinn við að bóka í gegnum Voyage er að þú getur greitt fyrir hótelgistingu og bílaleigubíla með bæði punktum og peningum. Hvaða punktaupphæð sem er getur farið upp í greiðslu. Þú færð líka Vildarpunkta fyrir þann hluta gjaldsins sem er greiddur með peningum.